Laugardagurinn rann upp tiltölulega bjartur og fagur og við fengum að sofa aðeins lengur en vanalega. Við Silla byrjuðum á að kíkja á ræktina sem er með þeim betri í svona sumarhúsahverfum. Eftir að hafa farið í sundlaugina og slappað af héldum við af stað í smá könnunarleiðangur. Við byrjuðum á að fara í Downtown Disney sem núna heitir Disney Springs. Það var heitt í veðri en skýjað og búið var að spá skúrum en við sluppum alveg við þær. Gaman var að kíkja á allt í Disney og sáum við danssýningu frá krökkum sem komum frá Texas. Við fengum okkur að borða og sátum í hitanum og virtum fyrir okkur mannfjöldan og fylgdumst með íkorna sem nartaði í mylsnur sem duttu af borðunum. Eftir að hafa eytt nokkrum stundum í Disney Springs fórum við í Old Town Kissimmee og kíktum á gömlu götuna og gamla liðið sem eyðir sínum stundum þar. Við fengum okkur ís og kíktum í búðirnar sem eru smávegis öðruvísi en annars staðar. Við komum heim sáttar og sælar með daginn og smelltum okkur í sundlaugina með fínu baðhetturnar okkar. Nú erum við búnar að fá okkur yndislega drykki, ræða málin og hlægja mikið 😉
Þið gætuð hafa selt nágrönnum ykkar tíma í vatnsleikfimi til að fjármagna ferðina! 🙂
Mikið er gaman að sjá myndirnar sem segja svo mikið og takk fyrir að deila. Hlakka til að sjá ykkur aftur. 😀