Komnar á áfangastað í Ólafshús

Jæja þá erum við loksins mættar í Ólafshús eftir mjög þægilega flugferð frá Íslandi og bílferð frá MCO Orlando International. Eftir að hafa eytt góðum tíma í flugstöðinni heima, sumir fóru í betri stofuna en aðrir skoðuðu herlegheitin og fengu sér hressingu, fórum við um borð í flugvélina sem bar það skemmtilega nafn Eyjafjallajökull 😉 Okkur var öllum safnað út í rútu og við keyrð að flugvélinni sökum þess að verið var að gera við ranann á útgangi númer 29. Þetta minnti helst á gömlu flugstöðina þar sem gengið var upp stiga við inngangana, eins gott að veðrið var ekki verra. Enn flugið gekk sem sagt mjög vel, nánast enginn ókyrrð og gátum við lagt okkur, horft á sjónvarpið og talað. Lendingin var eins og flugið og vegabréfsinnrituninn bara peace off cake eins og sagt er stundum. Ekki miklar raðir og spaugsamir tollverðir. Eftir að hafa náð í bílinn sem er hvít eðaldrossía, ameríkanar myndu segja að hér færu soccermom´s, komum við við í Publix og versluðum nokkrar nauðsynjar. Þegar komið var í Ólafshús skiptum við með okkur herbergjunum fjórum og gengum frá dótinu okkar. Við fengum okkur hressingu og tókum upp gjafirnar sem meðferðis voru en þær innihéldu nauðsynjar til að dvelja hér eins og innkaupatösku, nuddrúllu, baðhettu og snyrtivörur. Þegar við höfðum svo talað aðeins meira og áttað okkur á að klukkuan var rúmlega 5 heima lögðumst við svo til svefns. Á morgun er svo alvara lífsins, ná í ráðstefungögnin og svo að kíkja á nánasta umhverfi 🙂 Hér koma nokkrar myndir af miskrumpuðum fyrirsætum en vonum að fólk taki viljan fyrir verkið og endilega að fylgjast með okkur, lofum skemmtilegum sögum og kannski betri myndum 😉