Þriðji og síðasti dagur ráðstefnunnar

Við vöknuðum klukkan 6 eins og hina dagana því við þurftum að vera komnar fyrir 8 í ráðstefnuhúsið. Við erum um það bil 30 mínútur að keyra. Þegar við mættum á staðinn flýttum við okkur til að klára þríleikinn með Music Together og vorum sammála um að við hefðum fengið mikið út úr að mæta á alla þrjá, þeir byggðu hvorn annan einhvern vegin upp 😉  Næsti fyrirlestur var um jóga og var það eiginlega sísti fyrirlesturinn af öllum þó að maður græði alltaf á öllu sem maður hlustar á. Við fengum aðeins lengra hádegishlé, því að konan sem var með jógað hætti við að láta okkur gera stöður því við vorum svo mörg. Ég skil það nú ekki alveg því það er hægt að jóga hvar og hvenær sem er alveg sama hversu margir eru á sama stað. Síðasti fyrirlesturinn stóð algjörlega upp úr, mjög hress kona með mjög margar skemmtilegar hugmyndir og leiðir til að vinna með börnum. Hún lét okkur hafa fyrir hlutunum og sungum við og dönsuðum og gerðum alls kyns æfingar allar eða einar og var ég aðallega tekin fyrir 😉 Við förum í sýninguna í hádeginu og þar hitti Steina vini sína og fékk að taka mynd. Eftir fyrirlesturinn fórum við svo og keypti ég svona teygjuband sem hægt er að nota í vinnu með börnum. Þegar við vorum svo búnar með þennan pakka fórum við í Mall at Milenia og fengum okkur girnilegan mat á hinu fræga Cheesecake Factory. Við komum svo heim eftir langan dag þreyttar og sælar eftir skemmtilega ráðstefnu 😉