Fyrsti dagur á ráðstefnunni

Við vöknuðum fyrir allar aldir eins og í gær svo við vorum alveg tilbúnar til brottfarar um kl. 7 😉 Við vorum mættar á fyrsta fyrirlesturinn kl 8 en því miður var honum aflýst. Við fundum bara annan í skyndi og fórum á tónlistarfyrirlestur hjá Music Together. Það eru samtök sem sjá um kennslu þar sem börn og foreldrar þeirra koma saman og syngja og hafa gaman saman. Við Helga Lotta endurnýjuðum kynnin við Ken því við hittum hann á NAEYC í Chicago 2007. Þetta var bara skemmtilegur fyrirlestur og skemmtum við okkur alveg ótrúlega vel. Eftir að hafa nært okkur og slappað af í smá stund var farið á næsta fyrirlestur sem fjallaði um stærðfræði og hvernig við tölum um hugtök tengt stærðfræðinni. Fyrirlesararnir voru nú alveg komnar á síðasta söludag en stóðu sko algjörlega fyrir sínu. Við hlustuðum á og skemmtum okkur konunglega yfir þessum öðlings konum sem voru sko með glærur sem hefðu sómað sér vel fyrir svona 10 árum en þær voru algjörlega fyrir sjónskerta ef ekki bara blinda 😉 Í seinni hluta fyrirlestrarins fenugm við svo að leika okkur með alls konar efnivið. Við þurftum að segja frá hvað við værum að gera og af hverju svo að það þurfti aðeins að leggja höfuðið í bleyti. Eftir að hafa eytt meiri hluta dagsins í ráðstefnuhúsinu fórum við og skoðuðum umhverfið og sinntum smá viðskiptum því að það þarf nú líka að gera öðru hverju. Það voru þreyttar og glaðar konur sem skriðu í rúmið eftir langan dag 🙂