Atlanta

Nú erum við á hótelinu að velja okkur fyrirlestra til að fara á næstu daga og erum við búnar að skrá niður einhverja 7 mismunandi sem okkur finnst spennandi, nóg að gera sem sagt. En við komum með flugi frá Boston upp úr hádeginu eftir svolítið hrist og hoss, smá vindur og uppstreymi kannski leifar af einhverju 😉 Eftir að hafa tékkað okkur inn á þetta annars ágæta hótel fórum við og skráðum okkur og fengum nauðsynleg gögn. Síðan fórum við með MÖRTU, sem er neðanjarðarlestakerfið hér, í mall til að gera smá viðskipti. Á morgun ætlum við að nota til að gera fleiri viðskipti og skoða okkur um. Hér á eftir koma nokkrar myndir svona til gamans 🙂

20121107-040556.jpg

20121107-040615.jpg

20121107-040634.jpg

20121107-040647.jpg

20121107-040705.jpg

20121107-040711.jpg

20121107-040806.jpg

5 thoughts on “Atlanta

  1. Glæsilegar lopapeysu gellur og greinilegt að þið hafið mætt tímanlega á NAEYC (neisí) til að sækja gögn og upplýsingar. Vonandi skemmtið þið ykkur bara vel í þessari vinnu og viðskiptaferð 🙂

    Tobbi

  2. Já, flottar peysur 😉 góða skemmtun á ráðstefnunni.

  3. Er svona kalt í BNA núna? 🙂 He, he.

    Hafið bæði gagn og gaman af!

  4. Spennandi ad heyra hvada erindi tid völduð og hvort tið finnið einhverjar búdir tarna 😎

Comments are closed.