Annar dagur í Atlanta

Þar sem að ekki voru nógu spennandi fyrirlestrar í dag að okkar mati, notuðum við daginn til að kanna nýjar slóðir. Fórum við með Mörtunni í Atlantic Station, Lenox og Buckhead, gengum alveg helling í þessari ferð okkar og var það kærkomið að komast heim í heitt bað og afslöppun.Í ferðinni sáum við ýmislegt skemmtilegt m.a. eldgamlan jólasvein, já jólin eru greinilega að koma í Atlanta. Við fórum líka og áttum smá viðskipti við heimamenn, fórum í gamla herinn (Old Navy) og Markið (Target) svo eitthvað sé nefnt. Við enduðum svo á að borð á Hard Rock, staðgóða og holla máltíð. Morgundagurinn og föstudagurinn fer svo í að fræðast, hitta aðra kennara og það sem er best: að hafa gaman að þessu öllu 😉

20121108-050519.jpg

20121108-050543.jpg

20121108-050601.jpg

20121108-050640.jpg

20121108-050658.jpg

20121108-050728.jpg

20121108-050741.jpg

20121108-050840.jpg