Annar dagur í Atlanta

Þar sem að ekki voru nógu spennandi fyrirlestrar í dag að okkar mati, notuðum við daginn til að kanna nýjar slóðir. Fórum við með Mörtunni í Atlantic Station, Lenox og Buckhead, gengum alveg helling í þessari ferð okkar og var það kærkomið að komast heim í heitt bað og afslöppun.Í ferðinni sáum við ýmislegt skemmtilegt m.a. eldgamlan jólasvein, já jólin eru greinilega að koma í Atlanta. Við fórum líka og áttum smá viðskipti við heimamenn, fórum í gamla herinn (Old Navy) og Markið (Target) svo eitthvað sé nefnt. Við enduðum svo á að borð á Hard Rock, staðgóða og holla máltíð. Morgundagurinn og föstudagurinn fer svo í að fræðast, hitta aðra kennara og það sem er best: að hafa gaman að þessu öllu 😉

20121108-050519.jpg

20121108-050543.jpg

20121108-050601.jpg

20121108-050640.jpg

20121108-050658.jpg

20121108-050728.jpg

20121108-050741.jpg

20121108-050840.jpg

6 ummæli

 1. Tobbi

  Það virðist aðeins léttari brúnin á ykkur í dag og þið bara ekkert þreytulegar að sjá enda hafið þið fengið nóg að borða samkvæmt myndunum en það er nú venjan USA að hafa skammtana alveg full size 🙂

  Kv. Tobbi

 2. Helena Sif

  Ohh hvað mig langar að skoða allt þetta jóladót í Bandaríkjunum! Væri heldur ekkert á móti Old Navy og Hard Rock 😉 gott að sjá að þið eruð að nýta ferðina vel.

 3. Kristján

  Maturinn á Harð-Grýti (Hard Rock) lítur vel út. Ég hélt að fjölskyldan væri hætt að fara í Markið?

  Vonandi verða næstu tveir dagar stútfullir af skemmtilegum fyrirlestrum. 🙂

 4. Björg

  Góða skemmtun áfram, mæli með viðkomu á Stjörnubauk (starbucks) og SÍTRÓNUKÖKUNNI þar 😉

 5. Gróa

  Góð Björg þú mundir fitta vel inn í mína fjölskyldu við erum svo góð í að þýða 😉

 6. Edda Sif

  Þið verðið greinilega komnar í brjálaðan jólafíling þegar þið komið heim. Skemmtið ykkur vel á fyrirlestrunum 🙂