Springfield – Pine Plains

Við skráðum okkur út af hótelinu og keyrðum svo sem leið lá meðfram ánni og heimsóttum Basketball Hall of Fame safnið sem inniheldur allar upplýsingar, myndir og tölfræði um körfuboltann í Bandaríkjunum.

We checked out of the hotel and drove down by the river to Basketball Hall of Fame museum.

Á þessari mynd má greinilega sjá að það fara ekki allir í skóna hans Shaquille O´Neal. Ég í skóm nr. 46 og á ekki roð í hann.

In this picture you can see that my size 13 doesn´t come close to Shaquille O´Neals shoesize.

Við ókum síðan frá Springfield sem leið lá til Pine Plains og heimsóttum þar Stan og Söru. Þennan dag voru forkosningar og við fórum með þeim á kjörstað og stálumst til að taka myndir. Það er mikill munur á kjörklefum eins og sjá má.

We drove from Springfield to Pine Plains to visit our friends Stan and Sarah. They took us along to the Town Hall but they were taken part in the preelection. This was education since there is a big difference in US and Icelandic voting process.

Um kvöldið skruppum við til Hudson sem stendur við Hudson ánna, þetta er gömul hvalveiðihöfn með mikið af gömlum og fallegum húsum þó svo að mörg þeirra eru farin að láta á sjá.

In the afternoon we drove out to Hudson an old whalingport by the Hudson River 100 miles up land. There we saw a lot of old and beautiful houses but many of them need some face lift.

Þessi mynd er tekin í Farmers Wife en þar borðuðum við morgunmat eins og alltaf þegar við erum í Pine Plains.

This picture is taken at Farmers Wife but we always have our breakfast there while in Pine Plains.

Hérna sjáum við sundlaugina sem er í bakgarðinum hjá Stan og Söru, þau voru að klára að girða í kringum hana en það er krafa frá tryggingarfélaginu.

This is picture is taken in Stan and Sarah´s backyard but they had finised to put up a fence around the pool.

4 thoughts on “Springfield – Pine Plains

  1. Góða kvöldið,
    Bara að kvitta fyrir komu mína, gaman að fykgjast með ykkur.
    Allt gott hjá okkur, Siggi og Dröfn komu í dag, voða gaman að fá þau í heimsókn í nokkra daga.
    Kveðjur til ykkar frá okkur hjónakornunum.

  2. Hí, hí, ekki átti nú að standa Mosgelli, en kannski gæti það verið nothæft bæjarnafn!

  3. Nei það var sko egg, beikon og „ham“ með ristuðu brauði og svo auðvitað kókómjólk með. Kókómjólkin bragðast alltaf jafn vel hérna 🙂

Lokað er á athugasemdir.