Enn ein vikan liðin

Mér finnst vikurnar líða helst til of hratt þessa dagana, alltaf bara komin helgi 🙂 Síðasta vika gekk eins og vanalega, vinna, fara í ræktina, heim að elda, þvo o.s.frv. og svo er komið kvöld eða er þetta bara ekki eins og það á að vera. Við erum í átaki í Sólbrekku með fullt af öðrum fyrirtækjum “hjólað í vinnuna” eða “allir á iði” held ég að það heiti, þannig að allir keppast við að hjóla eða ganga í vinnuna. Ég hef nú bara hjólað einu sinni í vinnuna og var það á föstudaginn. Það var alveg ágætlega hressandi, rigning og rok, þegar ég var búin að vinna þá hjólaði ég lengri leiðina heim, sem sagt hjólaði ég 5 km þann dag. Ég hef nú bara hlaupið á bretti eða tekið spretti á skíðatækinu í ræktinni en veit ekki hvort að það teljist með í þessu átaki… 😉 Núna um helgina og í síðustu viku hafa karlmenn heimilisins verið að leggja leiðslur út um allt hús, svo að við förum að geta nýtt okkur ljósleiðaratenginguna sem kom hér í hús fyrir einhverjum tíma síðan. Við förum þá að fá frábærlega skýrt sjónvarp, háhraða nettengingu og svo fer heimasíminn að virka en hann hefur ekki virkað í eins og tvær vikur. Tengdó hefur verið hjá okkur í dag og í gær og erum við öll að fara í matarboð til Eddu og Gumma í Skipholtið á eftir, hlakka til að fá eitthvað gott í gogginn hjá þeim. Ég fer vonandi bráðlega að geta sett inn myndirnar sem ég hef verið að lofa, hef ekki verið nettengt í tölvunni minni svo ég hef ekki komist í myndirnar sem eru vistaðar í henni 🙁 Jæja nú er ég hætt í bili en vel á minnst KR vann Grindavík í gær og svo urðu Man United Englandsmeistarar rétt áðan, áfram Man U hey hey

2 thoughts on “Enn ein vikan liðin

Comments are closed.