Bara komin maí

Enn ein vikan á enda og bara komin maí, sumarið er framundan með sól og hita vonandi 😉 Á miðvikudagskvöldið héldum við gellurnar á Sólbrekku upp á 500 brosa hátíðina en þá höfðum við safnað 500 brosum. Brosunum söfnuðum við með því að gefa hverri annarri bros og hrósa í leiðinni fyrir eitthvað vel heppnað sem við höfðum gert, þannig æfðum við okkur í SMTinu sem við höfum verið að innleiða í leikskólanum. Þetta hefur gengið vel, við kennum börnunum ýmsar reglur og hrósum þeim og gefum bros þegar þau eru að standa sig. Þegar börnin hafa svo safnað ákveðnu magni af brosum gerum við eitthvað skemmtilegt eins og að fara í strætó, halda ball eða poppa. Skemmtilegast er auðvitað að fara í strætó, skrítið og þó ekki… börn fara frekar lítið í strætó nú til dags 🙁 En hvað með það ég ætla ekki að fara út í þessa umræðu en segja frá hátíðinni sem var bara mjög vel heppnuð alla vega skemmtum við okkur mjög vel. Við hittumst við Hallgrímskirkju nokkrar og gengum sem leið lá að Vínbarnum og fengum okkur drykk og kjöftuðum smá en héldum síðan fótgangandi til Dísu á Ægisíðunni þar sem við drukkum meira, borðuðum glæsilegar veitingar og kjötuðuum enn meira. Þar bættust einn fleiri í hópinn svo að þetta var bara skemmtilegt. Klukkan var orðin langt yfir miðnætti þegar við héldum heim á leið sælar og ánægðar 😉 Á fimmtudaginn var ég svo tekinn eða plötuð af mínum eina sanna eiginmanni sem var nýkomin frá Noregi, kom reyndar degi áður. Þannig var að ég hafði pantað á Saga Boutique hjá Flugleiðum og átti hann að taka við pakkanum og borga, hálsmen og eyrnalokka. Ósköp auðvelt fannst mér en þegar ég spurði um pakkann lét hann mig hafa einn kassa, ok ég hélt að þetta væri í tveimur kössum en kannski hafði það breyst. Ég opnaði kassann og í honum var hringur, mín stökk upp á nef sér í hvelli, hvaða bull er þetta, varstu látinn hafa þetta, tékkaðir þú ekki á hvað þú fékkst og svo fram eftir götunum. En hugsaði hvernig í andsk… get ég skipt þessu, jú Edda fer eftir mánuð en þetta er nú ansi fallegur hringur, já en ég bað um hálsmenið og eyrnalokkana, hvað er í gangi eiginlega, Þorvaldur eitthvað laumulegur, ég spurði fékkstu virkilega ekkert meira.. bara kvittun var svarið. Meiri pælingar um hvernig þetta gengi fyrir sig, er hægt að skila í Reykjavík, ógeðslega fallegur hringur væri til í að eiga hann en hálsmenið og eyrnalokkarnir… vá. Þá hló marbendill hinum megin við borðið og henti til mín restinni úr pokanum og ég upplifði það að vera tekinn smávegis. Fannst þetta bara fyndið eða þannig en ég hélt hringnum flotta og því sem ég hafði pantað 🙂 Alltaf gaman að vera plataður je right.. en þetta var nú bara saklaust, ekki látinn gera eitthvað sem mér er á móti skapi en hvað maður er nú samt fljótur að stökkva upp á nef sér. Nóg í bili í þetta sinn, verð vonanid duglegri að skrifa færslu, hef verið að eyða tíma á facebookinu, það er meiri tímaþjófurinn en skemmtilegur þó. Segi kannski næst frá breytingunum hér á heimilinu og símaleysinu, set inn myndirnar sem ég lofaði 🙁