Eins og hristur kokteill

Alltof langt síðan ég skrifaði síðast, Edda og Gummi farin til Mexico 😉 blogsíðan þeirra mexico.svekk.net. Síðan um helgi er búið að vera mikið að gera hjá okkur hjónunum. Elkó var að opna nýja búð í dag og undanfarið hefur Þorvaldur komið heim til að sofa og svona og mín aðeins búin að vera með puttana í að raða upp og taka til síðan um helgi. Svo í gær í vinnunni í Sólbrekku eitthvað í slappari laginu, hélt að það væri kannski bara út af meiri vinnu en vanalega. Þegar ég kom heim ákvað ég að mæla mig í gamni og mín bara með hita 🙁 Var heima í dag ógeðslega slöpp með hausverk og hálsbólgu að reyna að góna á sjónvarpið þegar allt fer að hristast og skjálfa. Næ að standa upp úr rúminu og bregða mér í hurðakarminn en ég komst ekki lengra. Allt dansaði í kringum mig en ljós og hlutir sem héngu í loftinu á fullri ferð. Komst fram og kveikti á útvarpinu og hringdi í Þorvald í frekar mikilli geðshræringu, jú hann hafði fundið fyrir þessu og sagði að ljósin í Elkó hefðu aðeins dansað og væru að því enn. Ég var svo smá stund að jafna mig á ósköpunum og sat það sem eftir var dags og fylgdist með fréttum í sjónvarpinu. Kristján kom svo heim og sagði að Orkuveituhúsið hefði dansað helling, þannig að okkur líður eins og hristum kokteil. En eins og einhver kona á Selfossi sagði við erum heil og það er það sem máli skiptir er ekki svo…. 😉