Góður dagur í Boston

Dagurinn í dag er bara búin að vera ansi ljúfur. Við höfum að vanda staðið í smá viðskiptum, fórum með leigara í Kmart og komum með smávegis til baka af varningi. Síðan höfum við gengið hér um nágrennið og skoðað hvað er í boði í hér. Á morgun ætlum við að vera eins og túristar og fara í skoðunarferð með báti á hjólum, heitir “Duck tours”. Eftir að hafa lokið við ferðina ætlum skoða okkur betur um og taka svolítið af myndum. Kannski koma bara myndir á síðuna eftir daginn… hver veit. En núna er ég að hugsa um að fara að góna á sjónvarp, fara í sturtu og nota jafnvel sloppinn sem fylgir herberginu og var lagður á rúmið þegar herbergisþernan bjó um okkur fyrir nóttina, þvílíkur lúxus 😉 Ég hef verið að tala við Þorvald í gegnum netsímann meðan ég pikka inn þessa færslu, tæknin er svo frábær eða þannig. Þar til næst bye bye

Boston here we come

Jæja nú erum við Helga Lotta barasta komnar til Boston. Eftir næstum því 6 tíma flug lentum við á Logan Airport rétt fyrir utan Boston um klukkan 19 í gærkvöldi. Eftir að hafa komist í gegnum vegabréfaskoðun og pikkað upp töskurnar, fundum við okkur leigubíl sem flutti okkur á Hotel Lenox. Mjög gott hótel, rúmgóð herbergi þannig að það ætti ekki að væsa um okkur hér þessa daga í Boston. Við ætlum aðeins að sinna viðskiptum í dag og kannski skoða okkur um. Það er spáð roki og jafnvel rigningu seinni partinn (alltaf jafn heppin með veður eða þannig) svo að við förum kannski bara í mollið sem við fundum og okkur var sagt frá. Nánar síðar… auf wiedesehen 🙂