Boston here we come

Jæja nú erum við Helga Lotta barasta komnar til Boston. Eftir næstum því 6 tíma flug lentum við á Logan Airport rétt fyrir utan Boston um klukkan 19 í gærkvöldi. Eftir að hafa komist í gegnum vegabréfaskoðun og pikkað upp töskurnar, fundum við okkur leigubíl sem flutti okkur á Hotel Lenox. Mjög gott hótel, rúmgóð herbergi þannig að það ætti ekki að væsa um okkur hér þessa daga í Boston. Við ætlum aðeins að sinna viðskiptum í dag og kannski skoða okkur um. Það er spáð roki og jafnvel rigningu seinni partinn (alltaf jafn heppin með veður eða þannig) svo að við förum kannski bara í mollið sem við fundum og okkur var sagt frá. Nánar síðar… auf wiedesehen 🙂

Lokað.