Chicago Chicago

Jæja það var nú löngu kominn tími á færslu en við höfum haft svo mikið að gera að skriftir hafa algjörlega setið á hakanum 🙁 En við erum s.s. staddar í Chicago nánar tiltekið á hótel Willows sem er í Lincoln Park ef einhver þekkir það hverfi haha… Við komum hingað á þriðjudagskvöldið með allan okkar farangur en við þurftum að færa á milli taskna, því að þeir eru vægast sagt strangir á yfirvigtinni hér í Ameríkunni. En við komumst á leiðarenda með allt okkar hafurtask, eftir að hafa keyrt heillengi í traffík um Chicago í flugvallarrútu með tíu öðrum ráðstefnugestum. Á hótelinu er svona gamaldags lyfta sem að við segjum í gríni og hlægum mikið af, að það séu dvergar á efstu hæðinni sem að hjóli til að lyftan fari á milli hæða og að það þurfi að bæta við dvergum þegar við mætum í lyftuna með dótið. En án gríns, þessi borg er alveg yndisleg og við erum í frekar rólegum típísku amerísku úthverfi með litlum búðum og veitingastöðum. Við höfum aðeins sinnt viðskiptum hér, þá kannski aðallega sem við getum notað í leikskólanum í leik og starfi með börnunum. Aðalatriðið við að vera hér er nú ráðtefnan, sem er búin að vera meira en frábær. Í gær fórum við á tvo fyrirlestra um tónlist, sem að stóðu í þrjá tíma hver. Sá fyrri var betri en sá seinni að því leyti að við getum frekar tileinkað okkur það sem talað var um. Í þeim seinni var gamall gráhærður kall með sítt tagl og spilaði á gítar o.fl, hrillilega hress gaur sem söng með okkur og fyrir okkur alls kyns söngva sem við getum kannski breytt samkvæmt íslenskum aðstæðum. Í dag fórum við á fjóra fyrirlestra, alla fróðlega á sinn hátt. Tveir voru um vísindi í leikskólakennslu, ótrúlega spennandi sem við munum pottþét nýta okkur 😉 Svo hittum við Ingrid Pramling sænskan prófessor, sem við höfum lært um í kennaranáminu en hún fjallaði um könnun sem var gerð í 7 löndum um leik og kennslu í leikskólum. Það var mjög gaman að hlusta á Ingrid og fróðlegt að sjá hversu lík við erum svíum í leikskólamálum. Síðasti fyrirlestur dagsins var svo kynning á Loris Malaguzzi stofnuninni í Reggio Emilia á Ítalíu, sérstakt áhugamál mitt svo að þetta var skemmtilegt þó að ég hefði vilja fá að vita meira um stefnuna frá þeirra sjónarhorni. Á morgun förum svo á tvo fyrirlestra annan um vísindi og hinn um umhverfismennt. Eftir hádegi ætlum við að kíkja í miðbæinn og skoða skýjakljúfana en við höfum bara séð þá í myrkri. Við fórum á Michigan Avenue (þar sem þeir eru flestir staðsettir ) í gærkvöldi en það var komið myrkur og okkur langar að skoða þá í birtu og kannski taka nokkrar myndir. Svo förum við kannski upp í Sears Tower sem er 110 hæðir, ef lofthræðslan drepur okkur ekki áður. Á laugardagsmorgunin verðum við sóttar af flugvallarrútunni sem mun flytja okkur á O´Hare, þar sem við tökum flug til Boston og svo að endingu heim á gamla góða Ísland. Þetta er að öllu líkindum síðasta færslan í þessari ferð en hver veit hvort hægt er að pota einhverju inn og þá jafnvel einhverjum myndum. En myndirnar koma alla vega inn á síðuna þegar heim er komið. Nóg í bili og við segjum “see you again” 🙂

2 ummæli

  1. Edda

    ó mæ god hvað þessir fyrirlestrar hljóma spennandi, helduru að ég geti farið á svona ráðstefnu? En ég bíð spennt að fá þig heim svo við getum farið að jólast e-ð. C YA tomorrow 😉

  2. Gróa

    Þú hefðir fílað þá í tætlur 😉 Kannski við getum einhvern tímann farið saman… hlakka líka til að hitta þig og svo getum við gert jólakort og hlustað á jólalögin. Sjáumst á morgun