Og tíminn líður

Er barasta ekki kominn nýr mánuður enn hvað tíminn líður ótrúlega hratt. Helgin búin og kominn mánudagur, mánudagurinn 1. október og Sólbrekka á afmæli í dag. Við héldum upp á daginn með foreldrakaffi í morgun, alltaf svo gaman þegar foreldrarnir koma og fá sér kaffi í morgunsárið. Á föstudaginn fórum við leikskólakennararnir á Nesinu og hittum kollega okkar í kraganum, það var ótrúlega skemmtilegt. Við byrjuðum á að fara á Álftanesið og skoða leikskólana þar og þiggja hjá þeim veitingar. Ótrúlega skemmtilegt að heimsækja þær, við öfundum þær af leikskólunum þeirra, aðeins meira pláss en hjá okkur 🙁 eitthvað fyrir skólanefndarfólk að athuga. Þess má geta að sonur minn elskulegur er einmitt í þeirri nefnd, svo ég byrjaði á því að skjóta að honum að fara og kíkja á Álftanesið 😉 þó ég ætli nú kannski ekki að fara blanda honum í þessa umræðu mína. Eftir að hafa skoðað og svona, fórum við með rútum í Mörkina í sal Ferðafélagsins og kíldum vömbina. En það skemmtilegasta við ferðina var að ég hitti margar gamlar/ungar skólasystur og við ákváðum að við þyrftum nú að fara að hittast fljótlega allur hópurinn sem var saman í þessi 4 ár í HA, alla vega þær sem voru á Reykjavíkursvæðinu. Vonandi verður úr því bara hið fyrsta 🙂 Helgin fór svo í þvotta og að jafna sig á tímamismuninum og ferðalaginu, langt síðan ég hef sofið svona mikið huhu… Við pöntuðum flugfar út í febrúar fyrir fjölskylduna, þannig að nú bíður maður bara þar til þá og getur farið að láta sig hlakka til eða þannig… 😉

6 thoughts on “Og tíminn líður

  1. Já tíminn líður áður en þú veist verðum við að sóla okkur í bíkiníinu á St. Pete ;o)

  2. Já tíminn líður og það er kominn sunnudagur og engin færsla 😉

  3. Búið að vera brjálað að gera, kemur á morgun…. Edda ég lofa 😉

  4. Farðu bara í frænkuboðið frænkan þín og hættu að bögga mömmu þína með að hún hafi ekki skrifað í nokkra daga 🙂

Comments are closed.