Viku síðar

Eins og elskuleg dóttir mín hefur minnt mig á þá hef ég ekki skrifað neitt í heila viku. Ég hef haft eitthvað meira að gera en vanalega eða kannski bara verið löt, hver veit 🙁 En margt hefur gerst á einni viku eins og ég ætla að tíunda hér í sem styðstu máli. Ég byrja nú bara á að segja frá ótrúlega skemmtilegu sem við mæðgur, þ.e. ég og mamma gerðum í gær. Við tvær og Rósý frænka mín og hennar dóttir Regína stóðum fyrir frænkumóti. Þetta byrjaði allt í sumar þegar mamma og Rósý fóru og hittu aðrar frænkur, við erum sem sagt afkomendur Björns og Jósefínu frá Gálutröð í Eyrarsveit. En við, þessar heljar kellur stóðum fyrir fyrsta stóra frænkumótinu í gær. Þar mættu 56 frænkur, frá fjórum systkinum afa Guðmundar og má það bara teljast gott í fyrstu atrennu. Edda mín komst ekki vegna veikinda en hún verður vonandi bara með næst. Ég fékk að kynnast frænkum sem ég hafði aldrei augum litið og öðrum sem ég hafði séð á hinum ýmsu stöðum en vissi ekki að væru skyldar mér. Meðfylgjandi eru myndir frá þessum viðburði, mynd af mömmu og Öggu (Rögnu) systur hennar og svo af fimm afkomendaleggjum. Það er afkomendur Guðmundar Skúla (afa míns), Guðrúnar Kristínar (Gunnu), Valgerðar (Völlu), Jónu Önnu sem var alltaf kölluð Anna og svo Ólafs Kristjóns 🙂

Mamma og AggaAfkomendur Guðmundar Skúla

Afkomendur Guðrúnar KristínarAfkomendur Ólafs Kristjóns

Afkomendur Jónu ÖnnuAfkomendur Valgerðar

Við hefðum ekki getað fengið betra veður því sólin skein í heiði, ég segi bara okkur til heiðurs. Ég ætla svo á morgun eða hinn að halda áfram að segja hvað gerðist meira í síðustu viku. Þar til þá ciao tutti 😉

3 ummæli

 1. Eva (dóttir jóhönnu,dóttir Rögnu)

  Hæ.
  Takk fyrir góðan og frábæran dag.
  Alltaf gaman að sjá frænkur sínar og hvað þá þær sem maður hefur aldrei séð og vissi ekki einu sinni að væri skyldar manni 🙂

  Takk enn og aftur og vonandi sjáumst við fljótlega.
  kv.Eva

 2. Hanna Lilja

  og enn líður tíminn góði. Hvenær er von á næstu færslu?

  kveðja af Sogaveginum

 3. Edda

  Já segi það nú!!!