Hvað er að gerast í þjóðfélaginu?

Nú er bara kominn október með öllum sínum látum – hvað er eiginlega að gerast í þjóðfélaginu? Hringdi í bankann, reyndar tvo, í dag að spyrjast um hvort ég væri búin að tapa peningunum mínum og það veit bara enginn neitt og fátt um svör. Svo að ég hugsaði með mér við eigum hvort annað hér á Miðbrautinni og það er bara gott að vita það í bili 😉 Kristján er reyndar í Ameríkunni að borga 160 kall fyrir dollarann á Visa en það er nú önnur Ella. Hann er búin að vera í Bloomingdale sem er rétt fyrir utan Boston síðan á laugardag en hann er þar með vinnufélaga sínum á námskeiði og kemur á sunnudaginn. Við hin erum bara búin að vera í vinnunni fyrir utan að fylgjast með fréttunum og höfum við ekki einu sinni farið í ræktina þrátt fyrir fögur fyrirheit 🙁 En nú vonast ég eftir að það fari að birta í þjóðfélaginu og við fáum að vita hvað er að gerast!!!

BTW Edda: þú færð ekki peysuna mína 🙂

9 thoughts on “Hvað er að gerast í þjóðfélaginu?

  1. Ég held að eina vitið sé að taka hitting á þetta með vöfflum og rjóma!

  2. Jú plís gemmér peysuna.
    Ég er sammála Hönnu…taka bara waffles á ‘etta.

  3. Kaffihúsið á S-22 er opið um helgina en vegfarendur beðnir um að hringja á undan sér svo að það sé hægt að taka frá sæti….:o) Allir velkomnir

  4. Sorrý Kristján ég hélt pleisið héti þessu nafni var örugglega með búðina í huga þegar þetta er ritað 😉 Ég er sammála með vöfflurnar át reyndar eina í dag með foreldrunum en það má alltaf á sig blómum bæta. Aldrei að vita með kaffihúsið S-22 verð í bandi.

  5. það er nú líka hægt að skella í eina franska súkkulaðiköku :o)

  6. Hey…. ef þú hefðir sagt það fyrr hefði ég mætt eldsnemma í morgun þegar ég var búin að sækja Kristján í Keflavík. Á það kannski bara inni um næstu helgi eða svo 😉

  7. já- það er bara alveg sjálfsagt…þú átt inni súkkulaðikökuveislu um næstu helgi!

Lokað er á athugasemdir.