Þorvaldur á afmæli í dag

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Þorvaldur, hann á afmæli í dag 😉 Nú syngja allir með honum til heiðurs.
Við erum enn hér í West Springfield en erum að fara að losa herbergið bráðum og halda til Stan þar sem við ætlum að vera næsta sólarhringinn. Í gær fórum við á hestasýninguna og var það bara mjög skemmtilegt, við enduðum á því að sjá hestasýningu þar sem rúsínan í pysluendanum voru íslensku hestarnir. Mér fannst þeir auðvitað langflottastir en maður er nú kannski hlutdrægur, þarna voru fullt af alls kyns tegundum af hestum en þeir íslensku eru litlir en flottastir 🙂 Læt þetta vera nóg í bili, þar til næst bless og verið endilega hress…..

Aftur í USA

Jæja haldið þið ekki að gamla settið sé bara aftur komið til USA eða bússlýðveldið sem það stundum kallað á mínu heimili, má kannski bara fara að segja Obamalýðveldið. Við erum s.s. í West Springfield með Hauki og ætlum að fara á hestasýningu. Við flugum í dag, 12. nóvember, til Boston en samferða okkur var fullt af fólki sem við þekktum, sumir að fara á sýninguna en aðrir á Tínu Turner tónleika og lentum við um kl 18 að staðartíma. Við keyrðum svo niður til West Springfield þar sem sýningin er, samferða okkur var Álfhildur frænka hennar Dísu í Sólbrekku en maðurinn hennar er að taka þátt í sýningu hér. Núna erum við hér á hótelinu í smá kulda en það kemur ekki að sök. Nánar síðar 😉