Jæja eru bara ekki allir í boltanum

Ég er ekkert smá stolt af „stelpunum okkar“ núna í kvöld, stelpur þið eigið alla mínar heillaóskir í kvöld. Ég var nú samt að vonast að stelpurnar mínar úr KR, Fríða eða Katrín myndu setja eitt en það gerðist ekki í kvöld þó Katrín væri ansi nálægt því. Það liggur við að manni langi til Finnlands næsta sumar til að styðja við bakið á þeim. Ég fór því miður ekki á völlinn í kvöld en hvatti þær bara úr mínum þægilega lazyboy á meðan ég prjónaði smá. Ég var alltaf að bíða eftir honum Þorvaldi mínum því við ætluðum í ræktina en hann kom ekki fyrr en leikurinn var búinn og þá nenti ég ekki í ræktina, letiblóðið 🙁 Það verður að viðurkennast að ræktinn hefur ekki alveg verið inni núna en það stendur allt til bóta. En nóg með það, hvað er að gerast í þjóðfélaginu? Almenningur á Íslandi virðist ekki fá nein svör þessa dagana og þegar maður fylgist með fréttum eða fréttatengdum þáttum verður maður bara enn ruglaðri og jafnvel eins og í mínu tilfelli, rífst við sjónvarpið 😉 Jákvæðu fréttir dagsins, fyrir utan að vera í ótrúlega skemmtilegri og gefandi vinnu, var: Ég fékk 85% af sparnaðinum úr sjóði 9 í dag og er nú glöð með það, var búin sætta mig við að fá ekkert. Hvernig er það þó eiginlega með okkur hér á Íslandi af hverju eigum við að sætta okkur við að tapa sparnaðinum okkar? Ég verð eiginlega reiðari og reiðari ef ég hugsa meira um það, sérstaklega þegar maður fer svo í heimabankann og sér að liferyrissparnaðurinn hefur á einu vettvangi minnkað um nokkrar teygjur, heyrði það úr bankageiranum, fyrir hrun bankanna n.b., að talað var um teygjur og var þá átt við 100.000 krónur (ekki mikið álit á krónunni). Svo hringir maður í Landsbankann sem geymir sparnaðinn sem maður gerðist áskrifandi að fyrir mörgum árum, var þá kallað fimm þúsund konan, þar fást engin svör. Ég er ekki með þessum orðum að kenna þeim um en það væri mjög gott að fá svör við einhverju. Nóg með það ég minntist á skemmtilegu vinnuna mína en það er búin að vera hrekkjuvika í Sólbrekku, eða hjá þeim sem vildu taka þátt (það eru ekki allir tilbúnir að hrekkja þó ég sé það) 🙂 Mikið lifandis skelfingar ósköp er gaman að hrekkja aðra, sjálf hef ég ekki verið hrekkt, ég held að vinur minn sé annað hvort veikur eða leggi ekki í mig hahaha. Aftur á móti hef ég skemmt mér konunglega við að hrekkja vin minn sem ég sé um að hrekkja, sett klístrug augu, köngulær og eitthvað loðið í vasana hjá henni og skrifað alls kyns skemmtileg skilaboð og sett á veggina á kaffistofunni og víðar. Ætla færa henni drykk í hauskúpukreistu á morgun og sjá hvort hún þori að fá sér sopa muhaaaa…. Ég ætla að hætta núna og fara að horfa á fræga gæja og gellur reyna standa sig fyrir Trumpinum og vinna hans traust, við gætum kannski lært af því. Kem með fleiri fréttir af Miðbrautinni mjög fljótlega 😉

Lokað.