Það var ótrúlega gaman að koma að Mt. Rushmore og sjá þetta meistaraverk sem var gert hér á árum áður. Ótrúlegt að sjá að það hafa margir unnið við þetta verk að höggva þessa fyrrverandi forseta út úr fjallinu svo við getum barið þá augum um aldir og ævi. Við kíktum á Crazy Horse sem er líka fjall sem er skammt frá og þar er búið að meitla út índíánan Crazy Horse. Crazy Horse var sem sagt indíáni og er myndin af honum í stærsta höggmynd í fjalli og er staðsett í Black Hill í Suður Dakóta. Hann var talin fæddur 1842 og tók m.a. þátt í báráttunni um Little Bighorn.
Ég treysti því að þið hafið leigt spólu og NbNW hafi verið fyrir valinu… https://en.wikipedia.org/wiki/North_by_Northwest
Leyfðu mér að hugsa….. ahhhh nei 😱