Spanish Fork, Utah.

Við komum við í Spanish Fork og fundum þar minnisvarða um íslendingana sem komu fyrstir til Utah fyrir allt löngu. Mjög fallegur minnisvarði sem stendur á horni á gatnamótum. Það var gaman að lesa þann fróðleik sem kemur þarna fra m.a. að 400 manns hafi komið frá Íslandi og tók 300 daga. Þeir ferðuðust með skipum, lestum og hestvögnum eða gangandi, ótrúlegar hetjur í leit að betra lífi ❤️

Salt Lake City, Utah.

Það mun vera fallegt í Salt Lake City og er það borg sem stendur vel undir því. Fallegur fjallahringur enn með snjó efst í toppunum. Fallegur dagur þó, sólin skein á okkur þar sem við gengum um og skoðuðum umhverfið. Við ætlum að vera hér fram á sunnudag, aldrei að vita hvað við gerum á morgun. Við erum á undan áætlun svo það er gott að geta bara tekið því rólega, sinnt viðskiptum og skoðað eitthvað. Áætlunin er að fara norður á bóginn ef það verður farið að hitna, því það hefur verið snjókoma og leiðindi þar sem við ætluðum. En vonandi fer veðrið að batna eitthvað svo við getum haldið okkar áætlun. Nánar síðar ❤️