Hole in the rock, Utah.

Það var gaman að koma aftur að Hole in the Rock. Núna kíktum við á dýtagarðinn hjá þeim og var það gaman því að þeir eru með aðeins öðruvísi dýt en í venjulegum dýragarði. Það er ótrúlegt að sjá öll þessi listaverk sem eru á staðnum. Þessi staður er rekinn af dana og það var gaman að tala við konuna hans sem var mjög vingjarnleg og töluðum við heillengi saman um lífið og tilveruna.

Arches Natural Park, Utah.

Við eyddum rúmum þremur klukkutímum á þessum ótrúlega fallega stað með alls kyns kynjaverum og ótrúlega steinbrúm. Það er ótrúlegt hversu náttúran getur verið mikilfengleg í einfaldleika sínum. Mér fannst þó kjaftakellingar þrjár skemmtilegastar en það eru þrír drangar sem standa saman eins og þrjár kellur og eru kallaðar three gossips á ensku. Veðrið skemmti sko ekki fyrir og sólin gerði sitt með alls konar skuggum og sjáum við hvað hún hefur mikið að segja því það varð skýjaðra þegar líða fór á daginn.