Dahls Chainsaw Art, Keystone og Iron Mountain Road.

Við keyrðum fram hjá þessum snillingi sem hefur sagað með keðjusög þessi listaverk. ótrúlega flott allt saman. Það tók fjóra manneskjur, fjórar vikur að búa til stórfót sem er á einni myndinni, hann er holur að innan en samt ótrúlega flottur. Eftir að hafa eytt tíma í að skoða allt keyrðum við 16 Alt eða Iron Mountain Road ótrúleg flott leið með mjög mjóum einstefnu vegum, fallegum trébrúm og göngum. Við ætluðum að fara í Bear Country USA sem er dýragarður með villtum dýrum sem keyrt er í gegn en því miður opnar hann ekki fyrr en 25. apríl og þá erum við komin á klakann aftur. Við eigum það barasta eftir 😎

Lokað.