Route 66 – Magnolia Station, Vega Texas og Tucumcari Nýju Mexico.

Næstu staðir voru Magnolia Station lítil gömul bensín og smurstöð. Við stoppuðum, tókum myndir og kíktum á gluggana því að allt var lokað og læst. Eftir að hafa keyrt um Vega héldum við yfir í næsta fylki New Mexico, nánar tiltekið til Tucumcari. Þar tókum við myndir og kíktum inn í Tee Pee Curious sem selur alls kyns dótarí og að vanda hittum við yndislega afgreiðslukonu sem hafði þrjá aðstoðarmenn af hundakyni.