Í Santa Rosa er lítð krúttlegt safn með fornbílum sem við litum við í á leið okkar eftir Route 66. Þar mátti líta fullt af dýrgripum sem öllum er vel við haldið og að vanda hittum við yndælis fólk. Efitr að hafa skoðað safnið héldum við leiðinni áfram til Albuquerque en þar ætlum við að gista í nótt og skoða svo ýmislegt markvert.
Dagskipt færslusafn: 12.04.2022
Route 66 – Magnolia Station, Vega Texas og Tucumcari Nýju Mexico.
Næstu staðir voru Magnolia Station lítil gömul bensín og smurstöð. Við stoppuðum, tókum myndir og kíktum á gluggana því að allt var lokað og læst. Eftir að hafa keyrt um Vega héldum við yfir í næsta fylki New Mexico, nánar tiltekið til Tucumcari. Þar tókum við myndir og kíktum inn í Tee Pee Curious sem selur alls kyns dótarí og að vanda hittum við yndislega afgreiðslukonu sem hafði þrjá aðstoðarmenn af hundakyni.
Route 66 – Cadillac Ranch, New Mexico.
Þegar við höfðum komið okkur út af hótelinu og aðeins vesenast með bílaleigubílinn sem var farinn að vera með einhver aukahljóð sem reyndist vera minniháttar og lagað keyrðum við að Cadillac Ranch. Það eru 10 Cadillacar sem standa upp úr auðninni og hægt er að láta listræna hæfileika sína í ljós með spreybrúsum. Við létum okkar hæfileika í ljós og gengum um og nutum veðursins því þrátt fyrir talsverðan vind var bara hlýtt og notalegt.