Eftir að hafa sinnt smá viðskiptum fórum við og tékkuðum okkur inn á ráðstefnuna og fengum öll gögninn. Við kíktum á svæðið svona til að átta okkur á staðháttum, það þarf greinilega að mæta snemma til að lenda ekki í vanda að ná bílastæði og svona.Við hittum nokkrar íslenska starfsfélaga sem voru í sömu erindagjörðum. Við héldum heim á leið til að fara í gegnum bæklinginn og finna þá fyrirlestra sem vekja áhuga okkar 😉 Mikið var hlegið og greinilegt var að þreytan var pínu farin að segja til sín því að athyglisbresturinn var alveg í hámarki. Við skutluðumst svo í Steak´n´shake og fengum okkur djúsí burger. Þegar heim var komið héldum við áfram að skipuleggja og fórum óvenju snemma að sofa eftir að hafa vakað í 16 tíma 🙂
3 athugasemdir við “Seinni hluti fyrsta dagsins”
Lokað er fyrir athugasemdir.
Gaman að geta fylgst með ykkur stelpur mínar. Það fer greinilega vel um ykkur, njótið alls!! Vonandi fáið þið heilmikinn fróðleik með í farteskið með djassi af skemmtisögum 😉
Gaman að fylgjast með ykkur!
Treysti því að þið hafið fengið ykkur shake með „oreals“ fyrir gamla! 🙂
Haha Kristján slepptum öllu veseni 😘
Anna, já við erum sko að fræðast og skemmta okkur, mikið hlegið 😍