Aftur í USA

Jæja haldið þið ekki að gamla settið sé bara aftur komið til USA eða bússlýðveldið sem það stundum kallað á mínu heimili, má kannski bara fara að segja Obamalýðveldið. Við erum s.s. í West Springfield með Hauki og ætlum að fara á hestasýningu. Við flugum í dag, 12. nóvember, til Boston en samferða okkur var fullt af fólki sem við þekktum, sumir að fara á sýninguna en aðrir á Tínu Turner tónleika og lentum við um kl 18 að staðartíma. Við keyrðum svo niður til West Springfield þar sem sýningin er, samferða okkur var Álfhildur frænka hennar Dísu í Sólbrekku en maðurinn hennar er að taka þátt í sýningu hér. Núna erum við hér á hótelinu í smá kulda en það kemur ekki að sök. Nánar síðar 😉

3 thoughts on “Aftur í USA

Lokað er á athugasemdir.