Þorvaldur á afmæli í dag

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Þorvaldur, hann á afmæli í dag 😉 Nú syngja allir með honum til heiðurs.
Við erum enn hér í West Springfield en erum að fara að losa herbergið bráðum og halda til Stan þar sem við ætlum að vera næsta sólarhringinn. Í gær fórum við á hestasýninguna og var það bara mjög skemmtilegt, við enduðum á því að sjá hestasýningu þar sem rúsínan í pysluendanum voru íslensku hestarnir. Mér fannst þeir auðvitað langflottastir en maður er nú kannski hlutdrægur, þarna voru fullt af alls kyns tegundum af hestum en þeir íslensku eru litlir en flottastir 🙂 Læt þetta vera nóg í bili, þar til næst bless og verið endilega hress…..

6 ummæli

 1. Hanna Lilja

  Hæ hæ,

  Sendi hér með afmæliskveðju á frænda minn. Vona að þið hafið það sem allra best og ég bið líka að heilsa hinum frænda mínum :o)

  kk, Hanna & co

 2. Edda

  Hvað eruð þið ekki með myndavél með ykkur, fær maður ekki að sjá neinar myndir???

 3. Edda

  Jæja og hvað eruði komin heim eða??? Er nebblega svo spennt að vita.

 4. Hanna Lilja

  já ég var einmitt að spá það sama. Er þetta ferðin endalausa og myndalausa???

 5. Gróa

  Hvaða hvaða…. við erum komin heim heil á húfi, bíðið bara eftir fréttum þegar þær koma 😉

 6. Gróa

  Kem bráðum með færslu, hef ekki verið að standa mig í þessu sökum anna 😉