Don´t fuck around this is New York

Við vöknuðum snemma og borðuðum morgunmat en við höfðum ákveðið að taka hótelskutluna út á flugvöll að loftlestinni (Air train) sem við og gerðum. Við tókum svo loftlestina að Jamaica station og þar áfram með neðanjarðarlestina að 42. stræti. Þegar upp úr lestinni var komið gengum við að Times Square og eyddum tíma þar og héngum á netinu sem er frítt og sendum inn myndir á hina og þessa samskiptamiðla. Áfram var haldið niður eftir Broadway og 7. stræti að Madison Square Garden þar sem við fórum í sýnisferð um staðinn. Við fórum um húsið og skoðuðum aðalsalinn þar sem bæði Knicks og Rangers spila heimaleiki í körfu og íshokkí ásamt að fara í stúkur þar sem að fína fólkið horfir á leikina. Þessi ferð var alveg peningana virði sérstaklega þar sem við vorum látin borga eldri borgara verð, takið eftir eldri borgara þ.e. 62+ í aldri hahaha, fyrsta skipti sem ég finnst ég vera gömul 😉 Eftir að hafa skoðað MSG nærðum við okkur og örkuðum svo af stað í átt að World Trade Center en við vorum rúman klukkutíma að rölta alla þessa leið, gegnum litlu Ítalíu og Tribeka hverfið. Við skoðuðum nýja turninn og umhverfið en héldum svo niður í neðanjarðarlestina á leið heim. Leiðin heim var greið en lestin var troðfull af fólki og vorum við heppin að fá sæti. Hótelrútan sótti okkur og flutti okkur heim á hótelið og þurftum við ekki að bíða lengi eftir henni. Núna erum við að hvíla lúgin bein og ætlum við að fara og næra okkur eitthvað. Þetta er búið að vera frábær dagur í alla staði en þessu fer nú brátt að ljúka því við fljúgum heim á morgun 🙂

IMG_0190.JPG

IMG_0195.JPG

IMG_0191.JPG

IMG_0187.JPG

IMG_0211.JPG

IMG_0228.JPG

IMG_0198.JPG

IMG_0196.JPG

IMG_0239.JPG

IMG_0237.JPG

IMG_0229.JPG

IMG_0253.JPG

IMG_0258.JPG

IMG_0255.JPG

IMG_0259.JPG

IMG_0023.PNG

Frá Pine Plains til New York

Við kvöddum Stan og Söruh um hádegið og héldum af stað til New York með viðkomu í Kingston. Við vissum að það væri maraþon í gangi og það yrði kannski seinkun í gangi en leiðin var tiltölulega greið og við komum á hótelið um kl. 16. Hér á eftir koma myndir frá Bean River Road og tréinu fallega sem hafði ekki losað sig við laufin ennþá og nokkrar frá leiðinni niður eftir. Njótið 😉

IMG_0170.JPG

IMG_0165.JPG

IMG_0158.JPG

IMG_0161.JPG

IMG_0180.JPG

IMG_0174.JPG

IMG_0177.JPG

Enn einn góður dagur í Pine Plains

Í dag var pínulítill reisudagur, því við fórum í stærstu garnbúð USA en hún er í tveggja tíma fjarlægð frá Pine Plains. Hún er í Northampton og heitir Webs og það má segja að þetta sé himnaríki prjónakonunnar. Jeminn hvað það var til mikið af garni og erfitt að komast að því hvað ætti að kaupa. Þegar ég hafði verið að vafra um og ekki vita hvað ætti að skoða fyrst, kom afgreiðslumaður ekki kona og spurði hvort þetta væri fyrsta skiptið mitt í búðinni. Ég varð að játa að það væri svo og fór svo að velta fyrir mér hvers vegna hans sæi það en ég hef örugglega verið með munn og augu galopinn eða jafnvel að augun snérust í hringi í augntóftunum 😉 En eftir að hafa áttað mig og talað við afgreiðslumanninn sem skýrði út fyrir mér hvernig búðin virkaði gekk mikið betur. En ég var samt með valkvíða og fór í marga hringi áður en ég fann það sem ég vildi kaupa. Eftir að hafa eytt tíma í búðinni keyrðum við í miðbæinn og fengum okkur að borða. Þar fékk Stan skilaboð um hann væri orðinn afi en við höfðum beðið eftir þeim fréttum frá því í gær. Eftir matinn keyrðum við til Pitsfield því Sarah ætlaði að koma við í einni búð áður en við færum á safn sem heitir Hancock Shaker Village. Það er safn sem samanstendur af mörgum húsum og var áður heimili safnaðar sem kenndur er við Shaker. Það var frábært að sjá hve útsjónarsamt fólkið í söfnuðinum hefur verið og þau hönnuðu þvottavél, þó svo að það hafi verið fyrir daga rafmangsins eða um í kringum 1800. Við gengum milli húsanna og dáðumst af öllu því sem fyrir augun bar en það var farið að kólna mjög og rigna svo það var ágætt að halda heim eftir góðan dag. Um kvðldið fórum við svo niður í Pine Plains og borðuðum.
Við ákváðum líka að bóka tvær nætur á hóteli nálægt JFK og nota mánudaginn til að fara niður á Manhattan með lest og skoða okkur um. Á morgun keyrumþví áleiðis til New York og tékkum okkur inn á hótelið og klárum kannski viðskiptin sem eftir eru 😉

IMG_0020.JPG

IMG_0022.JPG

IMG_0021.JPG

IMG_0142.JPG

IMG_0140.JPG

IMG_0144.JPG

IMG_0149.JPG

IMG_0152.JPG