Don´t fuck around this is New York

Við vöknuðum snemma og borðuðum morgunmat en við höfðum ákveðið að taka hótelskutluna út á flugvöll að loftlestinni (Air train) sem við og gerðum. Við tókum svo loftlestina að Jamaica station og þar áfram með neðanjarðarlestina að 42. stræti. Þegar upp úr lestinni var komið gengum við að Times Square og eyddum tíma þar og héngum á netinu sem er frítt og sendum inn myndir á hina og þessa samskiptamiðla. Áfram var haldið niður eftir Broadway og 7. stræti að Madison Square Garden þar sem við fórum í sýnisferð um staðinn. Við fórum um húsið og skoðuðum aðalsalinn þar sem bæði Knicks og Rangers spila heimaleiki í körfu og íshokkí ásamt að fara í stúkur þar sem að fína fólkið horfir á leikina. Þessi ferð var alveg peningana virði sérstaklega þar sem við vorum látin borga eldri borgara verð, takið eftir eldri borgara þ.e. 62+ í aldri hahaha, fyrsta skipti sem ég finnst ég vera gömul 😉 Eftir að hafa skoðað MSG nærðum við okkur og örkuðum svo af stað í átt að World Trade Center en við vorum rúman klukkutíma að rölta alla þessa leið, gegnum litlu Ítalíu og Tribeka hverfið. Við skoðuðum nýja turninn og umhverfið en héldum svo niður í neðanjarðarlestina á leið heim. Leiðin heim var greið en lestin var troðfull af fólki og vorum við heppin að fá sæti. Hótelrútan sótti okkur og flutti okkur heim á hótelið og þurftum við ekki að bíða lengi eftir henni. Núna erum við að hvíla lúgin bein og ætlum við að fara og næra okkur eitthvað. Þetta er búið að vera frábær dagur í alla staði en þessu fer nú brátt að ljúka því við fljúgum heim á morgun 🙂

IMG_0190.JPG

IMG_0195.JPG

IMG_0191.JPG

IMG_0187.JPG

IMG_0211.JPG

IMG_0228.JPG

IMG_0198.JPG

IMG_0196.JPG

IMG_0239.JPG

IMG_0237.JPG

IMG_0229.JPG

IMG_0253.JPG

IMG_0258.JPG

IMG_0255.JPG

IMG_0259.JPG

IMG_0023.PNG

5 ummæli

 1. Edda Sif

  Skemmtilegar myndir, verður gaman að sjá ykkur á miðvikudaginn 🙂

  Hvað var í gangi með allar föturnar?

 2. Gróa

  Það átti að fara að gera eitthvert videólistaverk og það var verið að leita eftir sjálfboðaliðum til að skúra Times Square. Ég hefði tekið þátt ef það hefði ekki verið næstum klukkutími í að þetta átti að byrja.
  Það verður líka gaman að sjá ykkur á miðvikudaginn 😉

 3. Helena Sif

  Ég myndi kenna “gamla” um að þú hafir fengið afslátt 😉

  Ekki slæmt ef Fitbit væri svona á hverjum degi

 4. Kristján Þorvaldsson

  Flottar myndir og gaman að lesa.

  Gott að það hafi gefist loks færi á að nota Fitbit. 🙂

 5. Kristján Þorvaldsson

  Auðvitað var fitbit með í för! 🙂