Halloween seinni hluti dagsins

Fyrri hluti dagsins var skemmtilegur en seinni hlutinn slóg þeim fyrri algjörlega út í skemmtilegheitum. Eftir að hafa hangið og spjallað skruppum við til Kingston, auðvitað til að sinna smá viðskiptum. Um fimmleytið var svo haldið niður í Pine Plains til að fylgjast með krökkunum hlaupa milli húsa og sníkja nammi. Trick or treat… heyrðist i hverju horni og jeminn hvað það var gaman að sjá alla búningana og krakkana brosa út að eyrum. Við fórum nú samt ekki og sníktum heldur héldum okkur í smá fjarlægð og mynduðum í gríð og erg. Við fórum svo og heimsóttum hjónin sem við hittum í morgun en þau búa í rosalega fallegu húsi sem minnir frekar á höll en hús. Húsfreyjan hafði sett fullt af hvítum pokum með kertum í , hún sat sjálf á veröndinni með nammi fyrir gesti og gangandi og það hljómaði draugatónlist frá húsinu. Okkur var boðið inn að kíkja á húsið og fengum að vita sögu þess og hvernig hafi verið gerðar breytingar á því. Eigendurnir höfðu nostrað við og fundið hluti sem hentuðu húsinu alveg frábærlega. Engar myndir voru teknar þar nema bara að utan en Stan kemur til með að mynda sögu hússins svo við fáum sennilega að njóta þegar fram líða stundir. Það voru glaðir einstaklingar sem héldu heim eftir frábæra upplifun dagsins. Á morgun er svo sett stefnan á stærstu garnverslun USA svo að það verður enn einn góði dagurinn. Endilega njótið myndanna sem á eftir koma 😉

IMG_0103.JPG

IMG_0100.JPG

IMG_0094.JPG

IMG_0099.JPG

IMG_0106.JPG

IMG_0109.JPG

IMG_0117.JPG

IMG_0107.JPG

IMG_0127.JPG

IMG_0124.JPG

IMG_0126.JPG

IMG_0122.JPG

IMG_0133.JPG

IMG_0138.JPG

IMG_0137.JPG

Halloween fyrir hádegi

Hér koma myndir frá fyrri hluta halloween. Við fórum niður í miðbæ Pine Plains og fengum okkur morgunmat á Pine Plains Platter. Þegar við vorum að setjast niður eftir að hafa pantað matinn, sáum við leikskólabörnin koma í halarófu öll klædd í búningum. Gamla var ekki lengi að vippa sér út með myndavélina og taka nokkrar myndir. Þegar við vorum búin að borða og ræða við hjón sem búa í nágrenninu og buðu okkur að koma í kvöld og vera með í trick og tread, keyrðum við að brúnni frægu. Brúin fyrir þá sem ekki vita, hefur alltaf verið skreytt með 200 útskornum graskerjum en þar sem hún er að hruni komin verða því miður engin grasker ;( En það kemur ekki að sök þó það hefði verið gaman að skoða hana, því við höfum séð fullt að skreyttum görðum. Við enduðum svo á að skoða graskersbúgarð og þar sýna myndirnar meira en mörg orð. Meira síðar…….

IMG_0046.JPG

IMG_0051.JPG

IMG_0049.JPG

IMG_0047.JPG

IMG_0054.JPG

IMG_0039.JPG

IMG_0041.JPG

IMG_0063.JPG

IMG_0061.JPG

IMG_0053.JPG

IMG_0074.JPG

IMG_0073.JPG

Frá New York

Við lögðum af stað um hádegið eftir að hafa tékkað okkur út af hótelinu. Við ákváðum að keyra niður að Ground Zero sem við gerðum en komumst að því eftir að hafa keyrt í gegnum misspennandi hverfi að allt var lokað af og hvergi hægt leggja bíl til að skoða staðinn. Það var samt mikil breyting frá því að við vorum þarna síðast, ekki nein eyðilegging bara uppbygging. Það verður gaman að koma þarna seinna og vera þá ekki á bíl 😉 Við héldum áfram förinni í gegnum New Jersey alla leið upp til Woodbury Commons sem er outlet mall. Við nærðum okkur og gerðum smá viðskipti eins og okkur er einum lagið. Síðan keyrðum við eftir Taconic Parkway til Pine Plains og hittum Stan og Söruh. Það var gaman að sjá þau þó að það sé langt síðan síðast og ekki breytist mikið í sveitinni, jú það hafði bæst við einn hundur hún Esja. Við spjölluðum heil lengi og næst var haldið á veitingastað sem er í rauninni veitingaskóli og voru þjónar og kokkar allir nemar við skólann. Þetta er ótrúlega flottur staður í gömlum húsum sem einu sinni var klaustur. Maturinn bragðaðist frábærlega og eftirrétturinn geggjaður þrátt fyrir litinn. Í dag er ýmislegt á dagskránni, ætlum að skoða graskersbúgarð og fara með í trick and treat, vonandi verður þetta bara fjör 🙂

IMG_0020-0.JPG

IMG_0003-0.JPG

IMG_0016-0.JPG

IMG_0002-0.JPG

IMG_0021.JPG

IMG_0023.JPG

IMG_0022.JPG

IMG_0038.JPG

IMG_3574.JPG

IMG_3571.JPG

IMG_3572.JPG

IMG_0017.JPG