Ævintýralegur dagur

Við vöknuðum í morgun ekki við vekjarann í símanum heldur við viðvörunabjölluna á hótelinu. Ég kíkti út um augað á hurðinni og sá reyk svo við drifum okkur í einhverjar spjarir, tókum vegabréfin, peninga, lykla og annað sem við mundum eftir og drifum okkur niður tröppurnar. Sáum að herbergið á móti okkur var opið og reyk lagði út frá því. Við vorum með þeim fyrstu út og fólk dreif sig niður misklætt og misjafnlega á sig komið syfjað og vitlaust. Við vorum ekki mjög syfjuð eftir að hafa vaknað nokkrum sinnum um nóttina við einhver læti en spáðum ekkert í það á þeim tíma. Fljótlega var ljóst að ekki var um eld að ræða en reyk lagði frá herberginu á móti okkur. Niður kom einhver slökkviliðsmaður og sagði að hæðin okkar 2. hæð væri lokuð og farið með hana sem “crime scene” og að við fengjum ekki að fara upp nærri strax. Það hentaði okkur ekki því að við höfðum ætlað að leggja mjög snemma af stað til Stan og Söru en fljótlega fór einhver inn og við fylgdum í kjölfarið og fórum inn á 2. hæð sóttum allt draslið okkar og höfðum okkur á burt. Meira seinna um viðburðaríkan dag hjá Stan og Söru 😉

Traines, planes and automobiles

Fyrirsögnin á þessari færslu væri gott heiti á ferðamyndinni okkar hér í Bússlýðveldinu 😉 Við höfum auðvitað flogið bæði með flugvél og þyrlu, ferðast með lest og eins subway eða neðanjarðarlestum og svo höfum við keyrt öll reiðinnar býsn. Við fórum s.s. í gær niður á 22. stræti í NY með leigara og sóttum bílinn sem við höfðum pantað. Það tók nú dágóða stund að fá eðalvagninn sem er hvítur Chrysler Sebring, ágætur en svolítið keyrður. Við héldum af stað en ekki vildi garmurinn okkar (gps tækið) virka alveg strax, svo við gerðum eins og einn vinur okkar hérlendur sagði að maður ætti ekki að gera en það hljómar orðrétt: don´t fuck around this is New York 🙁 En við komumst áleiðis án nokkurra vandræða og fljótlega virkaði garmurinn svo okkur var ekki til setunnar boðið…. Boston here we come. En ekki voru öll vandræði alveg á enda, því við settum heimilisfangið á hótelinu sem við áttum pantað inn í garminn og enduðum þá í einhverju íbúðahverfi í Boston. Við hringdum á endanum á hótelið og fengum að vita að það er í Woburn úthverfi Boston en ekki í Boston sjálfri. Við komumst á hótelið á endanum og bókuðum eina auka nótt þannig að við erum tvær nætur á þessu ágæta Best Western hóteli, sem stendur undir nafni eins og alltaf. Í dag keyrðum við svo á lestarstöðina þar sem við skildum bílinn eftir og tókum lest inn til Boston. Þar pöntuðum við okkur ferð með hinum frægu Duck Tours en eyddum fyrst 4 tímum í að rölta um miðborgina á eigin vegum þangað til skoðunarferðin hófst. Við keyptum Charlie Ticket og fórum með neðanjarðarlestinni sem tók örstutta stund. Við gengum um í 33° hita eins og sjá má á einni myndinni hér að neðan og svitnuðum eins og svín (betra á ensku) meðan við skoðuðum Boston. Við komum síðan heim á hótel þreytt og sveitt næstum 12 tímum seinna. Við ætlum síðan að vakna eldsnemma í fyrramálið og keyra til Stan og Söru sem búa í Upstate New York en við ætlum að kíkja á þau áður en heim verður haldið á föstudaginn. Ég ætla láta þetta næga að sinni en klukkan er hér að verða 12 á miðnætti sem þýðir 4 um nótt á Íslandi ye man…. 😉

Á leið til Boston

Gróa og bíllin við lestarstöðina

Gróa í lestinni á leið til Boston

Gróa í Boston

Hitinn já 33°c

Spegilmynd af hjónunum

Spegilmynd af kirkju í Boston

Þorvaldur í garðinum

Þorvaldur við tjörnina

Faratækið í Duck Tour

Góður dagur í Nýju Jórvík

Enn einn góði dagurinn hér í Nýju Jórvík, við áttum pantað þyrluflug í gær en því miður var ekki flogið þá, þeir lokuðu snemma ég veit ekki vegna hvers en við fórum í dag 🙂 Við ákváðum áður en við áttum að mæta að prófa neðanjarðarlestakerfið (langt orð hu…) og stendur það alveg fyrir sínu. Við skruppum niður á 34. stræti í morgun og svo fórum við alla leið niður að South Ferry en þaðan fer ferjan yfir á Staten Island. Þar stutt frá er þyrluflugið staðsett en við mættum aðeins of snemma, alltaf svo tímanlega hjónin, svo við þurftum að bíða eftir okkar flugi. Við fórum svo loks á loft, mikið rosalega er ljúft að fljúga með þyrlu og ekki spillti útsýnið. Eftir að hafa flogið fórum við svo aftur með subwayinu að Central Park en við ætluðum að borða á stað sem að einn fararstjórinn á rútunum mælti með. Sá er við Carnegie Hall og þar hafa margir frægir borðað eins og við hahaha…. 😉 Eftir að hafa borðað sinntum við smá viðskiptum gengum eftir 5. stræti þar til skildu leiðir, Þorvaldur fór upp á hótel og ég hélt áfram. Ég ætlaði að kíkja í leyndarmál Victoríu en var 10 mínútum of sein, þeir lokuðu aðeins fyrr í dag ég alltaf heppin 🙁 Ég fékk mér þá bara göngutúr upp á hótel eftir 7. stræti með hinu fólkinu og naut veðursins sem var alveg frábært, sól og hiti kannski helst til of heitt fyrir Íslendinginn en ég komst heilu og höldnu heim, svolítið sveitt. Síðan höfum við bara legið í leti sett inn myndir, sögu og gónt á imbann. Við ætlum svo að fara snemma í fyrramálið að sækja bílinn sem við leigðum en bílaleigan er staðsett á 22. stræti og halda svo ferðinni áfram til Boston. Þetta er svona 2 fyrir 1 borgarferð hjá okkur hjónum eða þannig… Þar til næst 😉

Þorvaldur á Edison

Nætursteming við Times torg

Stemningsmynd úr Central Park

Þorvaldur á Strawberry Fields

Imagine merkið hans Lennons

Þorvaldur með hjólagaurnum

Niðurtalning á Busch sjálfan

Gróa á leið í Subwayið

Þorvaldur að bíða eftir lestinni

Gróa í lestinni

Þyrlan sem við flugum með

Frelsisstyttan

Manhattan

Manhattan

Brooklynbrúin

Við í þyrlunni

Gróa á Carnegie Deli ásamt hinum frægu

Tvær sem fagna frelsi