Nýr dagur í New York

Jæja nú er gamla bara loksins orðin 45 eða þannig, afmælisdagur okkar Bush runninn upp 🙂 Hvað skyldi karlinn eiginlega vera gamall hahaha…. Nóg um það í gær fengum við rútuferðir fyrir allan peningin ef svo má segja, við fórum nefnilega í þrjár ferðir. Við byrjuðum daginn á að fá okkur snarl hér í næsta húsi hjá einhverjum kínverja að ég held sem sníkti af okkur íslenskan 50 kall en það er önnur saga. Eftir að hafa fengið okkur jógúrt, ávexti og fleira fórum við að stöðinni þar sem Gray Line er en það er bara nokkrum skrefum frá hótelinu. Við fórum í Down town hringinn og fórum út hjá Ground Zero og gengum um svæðið og skoðuðum okkur um, maður skilur ekki alveg umfangið á þessu öllu þarna eða hvernig í ósköpunum einhverjum hafi dottið þessi vitleysa í hug, að fljúga stórum farþegaþotum inn í þessi annars hrikalega stóru turna. Heimurinn var ekki alveg samur eftir en við héldum samt áfram göngunni, þó að maður hafi orðið smá hrærður eftir þetta. Við gengum með ströndinni ekki sólbaðs að Battery Park og sáum raðirnar í Frelsistyttu og Ellis Island túranna og ákváðum að við ætluðum ekki að taka þátt í þeirri vitleysu 😉 Við héldum rútuferðinni áfram en skiptum fljótlega um og fórum í Brooklyn rútuna. Eftir að hafa komið okkur fyrir og svona þá fór að rigna, við í regnslár sem við fengum hjá rútufyrirtækinu og það rigndi eiginlega mest alla Brooklyn ferðina, þannig að maður var heldur blautur eftir þetta. Við skreyddumst loks heim rennandi blaut eftir að hafa klárað Down town hringinn og ég fór í heitt bað til að ná upp smá hita. Um kvöldið fórum við svo í night tour þeirra heimamanna og það var sko alveg þess virði að sjá NY að kvöldlagi. Sú ferð tók 2 tíma og vorum við komin heim á hótel á miðnætti. Núna erum við að hugsa um að fara Harlem hringinn og erum við þá búin að fara allar þær ferðir sem okkur stendur til boða. Við getum reyndar farið í siglingu m.a. til að skoða fossana hans Ólafs sem er b.t.w. dani þó að við íslendingar viljum eigna okkur hann 🙁 Við stefnum svo á þyrluflug, hvort sem er í dag eða á morgun fer eftir skyggni. Meira seinna….. 😉

Singing in the rain

Hér koma nokkrar myndir sem við hentum inn meðan við vorum að þorna upp á hótelherberginu 🙂 Nú ætlum við að skreppa út að skoða mannlífið, það kemur svo ferðasaga dagsins seinna í kvöld. Endilega njótið myndefnisins….

Times Square

Macy´s og Empire State

Ground Zero

Ground Zero

Þorvaldur með Frelsisstyttunni

Íkorni við Battery Park

Fossinn hans Ólafs

Þorvaldur í Battery Park

Gula hættan rennblaut

Hótel Edison

Gróa blauta fyrir utan Edison

Afmælisbarn morgundagsins

The Big Apple

Jæja nú erum við s.s. komin til Nýju Jórvíkur, við erum hér á hótel Edison við Times Square og liggjum núna og hvílum lúin bein 😉 Við fórum í loftið um kl. 11 að íslenskum tíma í morgun eftir 30 mínútna seinkun, það voru einhverjir sem ekki fengu að fara með vélinni og þurfti að leita að farangri þeirra í lestinni á flugvélinni. En þegar við komumst í loftið var flugið bara yndislegt eftir það, fallegt veður og lítil ókyrrð alla leiðina. Flugstjórinn okkar hún Linda nokkur Gunnarsdóttir, mamma barna á Sólbrekku flaug vélinni með stakri prýði og við lentum klukkan 13 að amerískum tíma eftir 6 tíma flug. Síðan tók við þetta hefðbundna, tollur og útlendingaeftirlit og eftir að hafa fengið töskurnar fórum við og fengum far með skutlu ásamt 8 öðrum farþegum frá ýmsum löndum m.a. Finna sem flaug út með okkur og er hér á Edison. Eftir að hafa tékkað okkur inn gengum við út í mannlífið á Times Square, niður að Empire State og til baka eftir 5th Avenue að Central Park með viðkomu í Trump Tower. Ekki sáum við nú Trumpinn sjálfan en kíktum inn og skoðuðum okkur um 😉 Núna í kvöld á að vera flugeldasýning hérna niður við sjóinn en við erum að hugsa um að sleppa því að fara og erum hér í staðinn að setja inn smá skýrslu og myndir. Á morgun er ætlunin að fara með svona sigtseeing bus eins og hinir túristarnir og sjá borgina þannig. Þar til þá good night 🙂

Þorvaldur við tölvuna

Gróa við Times Square

Gróa við Nálina

Þorvaldur við Herald Square

Empire

Þorvaldur við Trump Tower

Central Park

Þorvaldur í Central Park

Gróa við ástarmerkið

Þorvaldur við eina af frelsisstyttunum

Þorvaldur við Portland Square hótelið