Jæja þá eru myndirnar loksins komnar á síðuna 🙂 Eins og sjá má þá varð margt skemmtilegt á vegi okkar og ýmislegt gerðist. Eins og hefur áður komið fram þá borðuðum við með Stan hádegismat á Farmers Wife sem er matsölustaður með veisluþjónustu líka, svolítið öðruvísi en við eigum að venjast. Staðurinn heitir Farmers Wife því að eigandinn er kona bóndans á staðnum, skemmtilegt ekki satt. Við fórum líka í country búðina en þar reif ég buxurnar mínar svo að það skein í nærurnar en maður lét nú það ekki á sig fá en ég var búin að fjárfesta í forláta pilsi áður en við hittum Söru og barnabörnin hennar á Max´s BBQ sem var annar svona ekta amerískur veitingastaður í sveitinni. Eftir að hafa borðað þar fórum við og fengum okkur ís á the Holy Cow en ísinn þar er bara næstum eins góður og hér heima 😉 Við eyddum líka tíma með Stan og Söru eins og áður hefur komið fram. Ég var sérstaklega hrifin af hundunum þeirra, þeir voru svo miklar dúllur en einn þeirra sóttist eftir að fá klór á magann og svona, voða vinalegt. Hestarnir og hundarnir heita íslenskum nöfnum og merin hennar Söru var fylfull og ég frétti það að hún hefði kastað í gær. Leiðin út á flugvöll var alveg æðisleg, landslagið í Upstate New York er engu líkt, við hefðum viljað getað eytt meiri tíma þar en það bíður bara betri tíma. Á leiðinni stoppuðum við á tipical amerískum diner, Happy Days, og það var eins og við hefðum dottið baka til ársins 1955 nema kannski að þjónustustúlkan var ekki í svona hvítum kjól með kappa. Yfir útidyrahurðinni stóð Back to the future… exit 😉 bara skemmtilegt… Okkur gekk vel að komast á JFK með hjálp garmsins okkar en það er GPS tæki að gerðinni Garmin. Umferðin var svolítið mikil enda föstudagur og allir að fara eitthvað, heim eða í frí. Það gekk vel að losa okkur við bifreiðina og við tókum svo loftlestina í Terminal 7 þar sem Icelandair hefur aðstöðu. Við sáum svo vélina lenda og koma sér í stæði. Eftir að hafa gengið um borð og komið sér fyrir biðum við í um klukkustund eftir að fara í loftið 🙁 Vélin var alveg full og við fengum íslenskan sessunaut sem hafði verið í Nikarakva (kann ekki að skrifa það á útlensku) síðustu tvær vikur á vegum Orkustofnunar, ansi hress stúlka. Umferðin er ferleg á þessum stóra flugvelli og þarf oft að bíða lengi eftir heimild til að fara í loftið. Flugið heim var ágætt, nýju sætin eru þó ekki fyrir mitt bak, svo maður var frekar aumur eftir það. Edda kom svo og sótti okkur og fór með okkur á Miðbrautina. Nú endar þessi skemmtilega ferðasaga og íslenski hversdagsleikinn byrjar með sumarfríi (Þorvaldur fór þó í vinnuna, veit ekki hvenær hann tekur sumarfrí), ferðum í ræktina og svona. Held ég endi núna en endilega njótið myndanna, ef músinni er haldið yfir myndinni birtist smá skýring 😉
The short english version: here comes pictures from Stan and Sara in Pine Plains. We did lot of things with them and enjoyed it very much. We loved to have all our conversation (slúður) like Stan calls it. We found ourselves very welcome and hope we will have the oportunity to go back soon. The trip home went well, we loved the route it was very beautiful and not that America we are used to. Happy Days was special and we had hamburgers and enjoyed the place. The flight home was good, but Icelandair´s new seats are not very good for our backs, we have to bring some pillows next time. Here some pictures but we have lot of them and we picked out few to put here on the website, hope you will enjoy them 😉