Pine Plains

Við höfum verið hjá Stan og Söru hér á Bean River Road næstum sólarhring og njótum hverrar stundar 🙂 Við komum til þeirra um kl. 11 eftir að hafa keyrt frá Woburn eftir atburði morgunsins . Það var mjög gaman að hitta þau aftur eftir 2 ár og það var eins og við hefðum verið með þeim um síðustu helgi. Okkur finnst við svo velkomin og hefðum viljað eyða meiri tíma með þeim en við förum héðan upp úr hádegi, Stan segir okkur að það sé mikil umferð í átt að JFK á föstudögum og við þurfum góðan tíma. Í gær skoðuðum við sveitina hér með Stan, borðuðum á tveimur mjög góðum veitingastöðum, annar svona lítill sætur staður þar sem við fengum hádegismat en hinn var ekta amerískt steikhús. Sara og tvö barnabörn hennar hittu okkur á steikhúsinu og við borðuðum öll saman, sem var mjg gaman. Sveitin hér er mjög falleg, mjög ólík miðborg New York og við elskum þetta umhverfi, svo rólegt og allir svo elskulegir og ekkert stress 🙂 Við fórum líka í mall hér sem Stan og Sara kalla Haukurmall, því að Haukur (mágur minn) verslar þar þegar hann er hjá þeim. Eftir að hafa skoðað umhverfið komum við heim til þeirra og kjöftuðum fram að miðnætti en þá dröttuðust við í svefn. Í morgun vöknuðum við upp úr 8 og komum niður og höfum setið hér og kjaftað um alla heima og geima, því það er gaman að tala um allt mögulegt við Stan og Söru. En nú er ferðalagið því miður á enda og næsta færsla verður frá Miðbrautinni og þá verða settar inn myndir. Until then…. see you 😉

9 ummæli

 1. Gummi

  Hva’ er ekki verið að gera neitt… hvar eru myndirnar!!!

 2. Gróa

  Hey róa sig… það þarf að taka upp úr töskum og svona 🙂

 3. Bengta María

  Halló, fann þig (síðuna þína) um daginn og ákvað að það væri bara ókurteisi að ekki kvitta fyrir komu..

  Kv. Bengta M. fyrrverandi samstarfsfélagi 🙂

 4. Gummi

  Ha? Ég hélt að þú hefðir verið búinn að því þegar ég kom á laugardaginn.,.. humm… annars veist þú að ég er alltaf slakur.. langar bara svo mikið að sjá myndir… og koma svo!!!

 5. Gróa

  Já þetta er alveg rétt ég er búin að vera frekar slöpp í þessu, lofa að þær koma fljótlega….. lofa Gummi 😉

 6. Kristján

  …Gummi lofa…

 7. Edda

  Gummi þú lofaðir!!!!!!!!!!!!!!

 8. setta

  Hvernig er með allt þetta lof, 😉 á ekki að fara að lofa? Hahaha. LOFA SVO: 🙂

 9. Gróa

  Skemmtilegar lofumræður en nú er ekki lengur hægt að dvelja við framkvæmdakvíðann gamla, bara hefjast handa 😉