Það er rigning í Flórída

Sólin virðist hafa yfirgefið okkur og komin rigning í staðinn. Okkur var sagt í gær að það hefði verið langt síðan það hafi verið svona gott veður hér með 25° hita og glampandi sól allan daginn. Lukkan hefur því eitthvað yfirgefið okkur alla vega veðurlega séð, því það er spáð rigningu eitthvað áfram. En svona er lífið stundum og við breytum því ekki. Við höldum okkar striki en höldum okkur kannski bara meira innan dyra 🙂 Þrumur og eldingar I love it…

Hér eru myndir gærdagsins

2010-03-11-1

2010-03-11-2

Orlando

Nú er gamla settið bara vaknað eftir ævintýri næturinnar. Ferðalagið byrjaði með eins og hálfs tíma seinkunn sem varð út af tæknibilun, við vorum búin að yfirgefa þægindin í lánsinu og vorum frekar þreytt við að hanga bara og bíða. Þegar við komum inn í vél komumst við að því að við vorum í saga class sætum í staðinn fyrir economy comfort, sem var bara alveg æðislegt. Þetta var þægilegasta Orlando flug sem ég hef farið í enda ekki hægt að bera saman síðustu flugferðir þar sem við höfum alltaf verið á almennu farrými. Við fengum svo alveg nýjan jeppa, silfur gráan, eigum eflaust eftir að þurfa að leita að honum fyrir utan mollinn 😉 og brunuðum beint á hótelið vandræðalaust. Hótelið okkar er alveg ágætt, alla vega sváfum við vel í nótt. Í dag á svo að sinna smá viðskiptum og hafa það ágætt í sólinni sem er að koma upp 😉

2010-03-10