Það er rigning í Flórída

Sólin virðist hafa yfirgefið okkur og komin rigning í staðinn. Okkur var sagt í gær að það hefði verið langt síðan það hafi verið svona gott veður hér með 25° hita og glampandi sól allan daginn. Lukkan hefur því eitthvað yfirgefið okkur alla vega veðurlega séð, því það er spáð rigningu eitthvað áfram. En svona er lífið stundum og við breytum því ekki. Við höldum okkar striki en höldum okkur kannski bara meira innan dyra 🙂 Þrumur og eldingar I love it…

Hér eru myndir gærdagsins

2010-03-11-1

2010-03-11-2

2 thoughts on “Það er rigning í Flórída

  1. Hæ gaman að fylgjast með ykkur.
    Vonandi fáið þið ekki mikið af rigningu.
    Hafið það sem allra best.
    Kveðja Silla

  2. Sæl mín kæru,
    Gaman að kíkja inn á síðuna og fylgjast með ykkur.
    Vonandi plagar rigningin ykkur ekki lengi.
    Við mæðgurnar vorum að koma bænum, algjört vorveður. Kveðjur til ykkar frá okkur á Minna

Comments are closed.