Orlando

Nú er gamla settið bara vaknað eftir ævintýri næturinnar. Ferðalagið byrjaði með eins og hálfs tíma seinkunn sem varð út af tæknibilun, við vorum búin að yfirgefa þægindin í lánsinu og vorum frekar þreytt við að hanga bara og bíða. Þegar við komum inn í vél komumst við að því að við vorum í saga class sætum í staðinn fyrir economy comfort, sem var bara alveg æðislegt. Þetta var þægilegasta Orlando flug sem ég hef farið í enda ekki hægt að bera saman síðustu flugferðir þar sem við höfum alltaf verið á almennu farrými. Við fengum svo alveg nýjan jeppa, silfur gráan, eigum eflaust eftir að þurfa að leita að honum fyrir utan mollinn 😉 og brunuðum beint á hótelið vandræðalaust. Hótelið okkar er alveg ágætt, alla vega sváfum við vel í nótt. Í dag á svo að sinna smá viðskiptum og hafa það ágætt í sólinni sem er að koma upp 😉

2010-03-10

4 thoughts on “Orlando

  1. Á hvaða hóteli eruð þið?
    Mútta biður að heilsa 🙂

  2. Við erum á Days Inn á International Drive, var að koma inn úr sólbaði við sundlaugina 😉
    Skilaðu kveðju til allra

  3. Já Sólfríð og finnst hún bara ferlega flott og þægileg, spurning ef gott tilboð fæst hvort ég sel hana hahaha 😉

Comments are closed.