Síðasta færsla ferðarinnar

Jæja nú er þetta ótrúlega skemmtilega ferðalag brátt á enda. Við sitjum hérna á ótrúlega flotta loungi hjá British Airways og hámum í okkur alls kyns góðgæti en þó engar flatkökur með hangikéti 😉 Eftir rúma tvo tíma förum við svo í loftið og lendum á Íslandi um kl. 06:00………………..

Síðasti dagurinn

Erum að tékka okkur út af hótelinu og munum eyða síðustu klukkustundunum í að skoða New York betur 😉 Fórum í gær upp í Rockefeller Center til að fá smá yfirsýn yfir bæinn, þrusu gott útsýni. Það var frekar kalt, feels like 26 sögðu kanarnir og við komum köld og gengin upp að hnjám en bara glöð með daginn.

New York

Ferðin milli Miami og New York gekk eins og í sögu. Það tók 2 tíma og 15 mínútur að fljúga og flugum við í Boeing 767-300 heljar ferlíki með 7 sætum í hverri röð. Við sátum í miðjunni aftarlega bara rúmgott og þægilegt. Við yfirgáfum skipið um klukkan 7 og við tók landamæratékk og bið eftir töskunum. Það var svo yellow cap sem flutti okkur á flugvöllinn og þar hófst aftur bið eftir að hafa tékkað inn og borgað fyrir að flytja töskurnar okkar 😉 En hér erum við í New York í algjörum skókassa en með gott baðherbergi. Eftir að Go var búið að keyra okkur og aðra farþega um á Manhattan enduðum við á Portland Square Hotel sem er eiginlega við Times Sqare. Í gær skelltum við okkur svo út í kuldann og kíktum á mannlífið á Times Square og fengum okkur eitthvað í gogginn. Við fórum á Famous Dave´s þar sem allir borða eins og svín og voru skammtarnir eftir því og áttum við erfitt með að klára (sjá myndir). Í dag ætlum við svo að ganga eitthvað um Manhattan og sinna viðskiptum og skoða okkur um í kuldanum, vonandi náum við okkur ekki í kvef því við erum ekki alveg með réttan fatnað 🙂

2010-03-27-1

2010-03-27-2

2010-03-27-6

2010-03-27-3

2010-03-27-4

2010-03-27-5