I´m standing on the corner in Winslow Arizona sungu Eagles í laginu Take it easy forðum. En við enduðum ferð okkar um Route 66 á þessu sama horni eða horninu á 2nd and Kinsley. Þar má líka sjá flat Bedford og ýmislegt annað skemmtilegt. Við áttum þarna stund í sól og blíðu með fleiri túristum í sama tilangi og við. Ferð okkar heldur samt áfram þó við förum út af þessa skemmtilegu leið sem kölluð er Mother Road. ÞAð kemur í ljós hvert ferðinni verður haldið því að það eru miklir kuldar norðanlega þangað sem við ætluðum svo að skipulagið getur breyst. En á morgun ætlum við að halda í Monument Valley og að Four Corners en þar mætast fjögur fylki. Því er um að gera að fylgjast spennt með hér á síðunni 😉
Dagskipt færslusafn: 13.04.2022
Route 66 – Wigwam model í Holbrook Arizona.
Vinsælasta módel eða hótel er án efa Wigwam Módelið í Holbrook. Það er sagt af þeim sem pæla í eða skrifa um Route 66 að það þurfi að panta með löngum fyrirvara. Við létum ekki á þetta reyna, vorum kannski ekki viss hvaða dag við værum þarna en það hefði verið gaman að eyða nótt þarna í eina Tee Peeinum eða indíánatjaldinu.
Route 66 – Painted Desert og Petrified Forest, Arizona.
Í dag fórum við smá hring út frá Route 66. Það var í gegnum Painted Desert og Petrified Forest. Ótrúlegt landslag með alls konar litum í náttúru og fjöllum. Steingerð tré sem voru í alls konar litum glöddu augun. Þetta var 28 mílna leið með alls kyns útidúrum og gönguleiðum. Veðrið hefði getað verið betra mikið rok og ekki mjög hlýtt en rigndi ekki sem betur fer. Mæli með þessari leið sem liggur miðja vegur milli Navajo og Holbrook í Arizona.