Enn einn sunnudagurinn

Nú er enn einn sunnudagurinn að verða búin og september næstum á enda. Eitthvað finnst mér þetta hljóma dapurlega en tíminn virðist líða ótrúlega hratt núna. Mikið hefur verið að gerast hjá okkur hér á Mibrautinni undanfarna viku, kistulagning og jarðarför svo eitthvað sé nefnt. Jarðarförin hennar tengdamóður minnar var síðastliðin miðvikudag og var gerð frá Fossvogskirkju. Mjög falleg og persónuleg athöfn sem geymist lengi í minni mínu. Sr. Hjálmar frændi tengdó jarðsöng og ræðan hans var á persónulegum nótum, blómin, söngurinn og erfidrykkjan var okkur til mikils sóma og gaman var að sjá hversu margir komu og fylgdu henni síðasta spölinn.
Ég hef verið að manna mig upp í að fara í ræktina síðustu vikur en hef einhvern veginn verið löt en ég vona að þetta sé nú allt að koma, fór bæði í dag og í gær. Í dag kom svo Hanna Lilja, Keli og Guðrún í heimsókn til okkar og var það mjög gaman. Við sátum og kjöftuðum um heima og geyma og fengum okkur gott í gogginn 😉 Ég hef séð það núna undanfarið að við hér á Miðbrautinni höfum ekki verið nógu dugleg í heimsóknunum en ég held að það sé svo um flesta. Það hafa allir nóg að gera og eru svo fegnir að koma heim þegar vinnudegi líkur að þeir fara ekkert, nema kannski í búð eða ræktina. Á næstunni ætlum við frænkurnar að hittast eins og í fyrra og ég vona að þátttakann verði eins góð og þá. Það var svo skemmtilegt að hittast svona og kynnast ættingjum sem ég hafði jafnvel ekki vitað af 🙂 Enn ég er að hugsa um að hætta þessu núna, svo þar til næst…. blessss