Það er oft stutt milli gleði og sorgar í lífinu. Síðasta sunnudag héldum við upp á 22 ára afmæli Eddu en í morgun fengum við hringingu frá Grundinni þar sem okkur var tilkynnt að tengdamamma hefði dáið. Hún fór og borðaði morgunmatinn sinn en leið út af við matarborðið og var síðan úrskurðuð látin 10:30. Því miður var ekkert af okkur hjá henni en seinna í dag verður kveðjustund á Grundinni. Við erum samt glöðust yfir að hún kom í afmælið hennar Eddu og þá var hún bara nokkuð hress. Þorvaldur hringdi í hana fyrr um daginn en hún bað bara fyrir kveðju en stuttu seinna hringdi hún í gemsann hennar Eddu og sagðist vilja koma í kaffi. Þorvaldur fór því og sótti hana, hún fékk kaffi og köku og við keyrðum hana svo heim rétt fyrir kvöldmat. Við erum því öll með sorg í hjarta í dag en viljum þakka henni fyrir allt og allt.
Ég samhryggist ykkur Gróa mín
Kær kveðja
Sigga
Ég samhryggust ykkur Gróa mín
ég sjá myndir tengimömmu þín frá blöðið .
kveðju Kristín Friðriksdóttir
Takk kærlega fyrir kveðjurnar, Sigga og Kristín. Þær eru okkur mikils virði.