Lati bloggarinn

Það má eiginlega segja að ég sé svona í latari kantinum á ritun á þessa síðu þessa dagana, virðist hafa einhverjum öðrum hnöppum að hneppa 🙁 Svo er maður líka smavegis á feisbúkkinu vá hvað maður getur nú annars eytt tímanum í þeirri vitleysu en hún er skemmtileg þó. En að öðru, við mæðgur drifum okkur strax eftir vinnu í dag á völlinn og sáum kvennalandsliðið okkar (köllum þær okkar þegar vel gengur) baka Grikkina 7-0. Hún Fríða frænka hans Gumma var með þrennu og mikið rosalega stóð hún sig vel í leiknum, best að mínu mati, Katrín Ómars setti líka eitt en þær spila báðar með KR 😉 Þetta var alveg frábær skemmtun og allir skemmtu sér vel og hvöttu, klöppuðu og öskruðu þegar mörkin komu, langt síðan ég hef skemmt mér svona vel yfir fússanum. Nú styttist í ferðina okkar hjóna rétt um vika, svo veit maður aldrei hvort einhver seinkun verður á fluginu vegna verkfallsaðgerða flugumferðastjóra. Ég ætla ekki að pirra mig yfir því núna, þetta kemur allt í ljós en b.t.w eru þeir ekki með nógu góð laun? Ég get stundum orðið svolítið reið svo vægt sé til orða tekið þegar farið er út í svona aðgerðir eins og þeir eru að fara en hugsa svo með mér að þetta sé kannski bara málið að fara í verkfall til að fá launaúrbætur. Við leikskólakennarar höfum nú ekki mikið notað þetta vopn enda held ég að við myndum að öllum líkindum jafnvel lama þjóðfélagið en kannski mundu það skila einhverju hver veit. Ég ætla ekki að halda áfram með þessa umræðu núna… 🙂 Sem sagt rétt vika í NY og ég er farin að hlakka pínu til að fara út og svo er maður komin í smá frí að því loknu. Þar til næst auf wiedersehen