Og það er bara komin júní

Það er bara komin júní 2008, tímin líður alveg ógeðslega hratt þessa dagana 🙁 Fer að styttast í stóra daginn þegar sú gamla verður 45 ára en dagurinn er nú merkilegri finnst mér út af dagsetningunni. Sem sagt 06 07 08, ég verð 45 06 07 08 sem mætti leggjast út þannig 45678, er þetta barasta ekki stórmerkilegt. Þess má geta að við hjónin verðum ekki á landinu þennan stórkostlega dag, við ætlum að skreppa í Bússlýðveldið eins og sonur minn kallar það á góðum stundum. Við ætlum að vera í Nýju Jórvík 6. júlí en við verðum líka á þjóðhátíðardag þarlendra þann 4. júlí. Þess má einnig geta þó að ég sé kannski ekki alveg eins stolt yfir því, að við George Bush yngri eigum einmitt sama afmælisdag en ekki veit ég hvað karlgreyjið verður gamall, skiptir minna máli í mínum huga 😉 En að öðru við gellurnar af leikskólum Seltjarnarness fórum í gær í alveg rosalega skemmtilega ferð út í Viðey. Þar skoðuðum við m.a. friðasúluna hennar Yoko, eða friðarsúlustandinn ef það má kalla þetta mannvirki svo en það var afskaplega gaman að berja það augum. Hvítur marmari sem áletrað er á á ýmsum tungumálum „give peace a chance“, ég hélt hreinlega að þetta væri ekki svona stórt en það reyndist hins vegar vera svo. Eftir að hafa skoðað það merkilegasta í Viðey borðuðum við alveg ofboðslega góðan mat, humarsúpu, lambakjöt og svo súkkulaðiköku í eftirrétt. Síðan var haldið heim á leið með viðkomu hjá Hrafnhildi á Kirkjubraut 9 en ekki Dúfnahólum 10, hahaha en ég kom heim rétt fyrir miðnætti 🙂 Í morgun fórum við hjónin svo í ræktina að vanda og ætlaði ég svo að sækja eðaldrossíuna okkar í Sólbrekku en hann hafði staðið þar um nóttina. Þegar ég nálgaðist svo bílinn sá ég að ekki var allt með felldu og þegar ég kom nær sá ég að rúðan bílstjóramegin var mölbrotinn 🙁 Ég fór og sótti Þorvald í ræktina og við drifum okkur og hringdum á lögguna sem kom og tók skýrslu. Við komumst að því að þetta hafði bara verið skemmdarverk, því að það lá steinn í framsætinu farþegamegin og ekkert hafði verið tekið úr bílnum. Ég barasta skil ekki alveg svona virðingarleysi fyrir eigum annarra í þessu þjóðfélagi okkar nú til dags, hvað er eiginlega í gangi …. Eftir að hafa ryksugað glerbrot sem að var by the way um allan bílinn, fórum við að koma hinni eðaldrossíu heimilisins í gang en hún hefur staðið óhreyfð fyrir utan Miðbrautina í svolítin tíma. Var hún alveg vita rafmagnslaus og þurftum við á endanum að draga hana um hálft Nesið þar til hún hrökk í gang. Við fórum svo og fjárfestum í nýjum geymi en svona til að nota stað og stund þá er drossían til sölu 😉 Þetta er lítið ekinn en gamall og virðulegur VW Polo afskaplega gott og vel við haldið eintak… Áhugasamir hafið bara samband við okkur. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni. Góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr 🙂