Jæja nú er síðasta nóttin hér á South Beach Condo hótelinu á Treasure Island að verða að veruleika 🙁 Við sitjum hér hjónin og horfum á Bourne Idendity eða Þorvaldur horfir og ég skrifa þessa færslu. Ég hef lokið við að pakka niður en við eigum að losa íbúðirnar í fyrramálið klukkan 10. Þá verður haldið af stað til Orlando en við þurfum að koma við í Vision Works sem er gleraugnabúð þar sem við hjónin fjárfestum í gleraugum í dag. Ég þarf að láta lagfæra mín gleraugu aðeins en svo er okkur ekkert að vanbúnaði að segja skilið við St. Pete í þessari ferð. Við höfum átt hér góða daga í afslappelsi og fleiru skemmtilegu, við höfum náð aðeins brúnum lit á húðina og ég náð í nokkur bit að vanda. Mér tekst alltaf að ná mér í svona bit af einhverju tagi í þessum ferðum mínum, hlýt að vera svona góð á bragðið humm… 😉 Nú er Bourne búin og Law and order að byrja, best að glugga aðeins á það, svo þar til næst „hasta la vista baby“ 🙂
Busch Gardens og myndir
Ferðin í Busch Gardens tókst í alla staði mjög vel, garðurinn mjög skemmtilegur, fullt af dýrum og ýmsu öðru til að skoða og svo lék veðrið við okkur, sól og passlegur hiti 🙂 Enhverjir létu sig hafa það og fóru í rússibana sem eru nokkrir í garðinum en þeir sem við prófuðum eru Kumba og Montu. Heimsóknin í garðinn tók allan daginn og enduðum við á því að fara á Benningans og fá okkur í gogginn. Í dag höfum við sleikt sólina, í morgun fórum við út að ganga eftir gangstíg sem liggur hér fyrir neðan og enduðum svo niður á strönd þar sem Gummi ýtti mömmu í hjólastólnum 😉 Við tékkuðum á hitastiginu á sjónum en hann var frekar kaldur en ekki svo að hægt var að vaða út í hann. Við syntum líka í sundlauginni sem er upphituð og alveg yndisleg og krakkarnir léku sér í boltaleik. Það er yndislegt að vera hér hálfber í hitanum og vita til þess að veðrið heima er bara kuldi og aftur kuldi. En það fer að styttast í ferðinni okkar hér því miður 🙁 Hér á eftir koma myndir sem ég hef lofað að kæmu á síðuna og njótið vel…


















Smá fréttir
Nú er þriðji dagurinn að hefjast hér á St. Pete ströndinni Í gær var pínulítið kalt að mati þeirra sem hér búa en það var 15°c, því að þeir gengu hér fyrir neðan á göngustígnum með húfur og vettlinga 🙁 Á meðan við hálfvitarnir frá Íslandi vorum hálf ber í sundlauginni og á ströndinni við aðhorfa á útsýnið og spila fótbolta. Við fórum fyrri partinn í gær að klára viðskiptin að mestu sökum þess að það var svo „kalt“ því að það á að vera hlýtt um helgina og þá ætlum við að liggja í sólinni og hafa það notalegt. Í dag er ætlunin að fara í Busch Gardens sem er skemmti-dýragarður í nágrenni við Tampa. Ég ætlaði að setja inn myndir í gærkveldi en var eitthvað þreytt og fór bara að góna á sjónvarp en vonandi gengur það betur í kvöld og að það verði nýjar ferskar myndir hér á morgun 😉