Síðasta nóttin á South Beach Condo Hotel

Jæja nú er síðasta nóttin hér á South Beach Condo hótelinu á Treasure Island að verða að veruleika 🙁 Við sitjum hér hjónin og horfum á Bourne Idendity eða Þorvaldur horfir og ég skrifa þessa færslu. Ég hef lokið við að pakka niður en við eigum að losa íbúðirnar í fyrramálið klukkan 10. Þá verður haldið af stað til Orlando en við þurfum að koma við í Vision Works sem er gleraugnabúð þar sem við hjónin fjárfestum í gleraugum í dag. Ég þarf að láta lagfæra mín gleraugu aðeins en svo er okkur ekkert að vanbúnaði að segja skilið við St. Pete í þessari ferð. Við höfum átt hér góða daga í afslappelsi og fleiru skemmtilegu, við höfum náð aðeins brúnum lit á húðina og ég náð í nokkur bit að vanda. Mér tekst alltaf að ná mér í svona bit af einhverju tagi í þessum ferðum mínum, hlýt að vera svona góð á bragðið humm… 😉 Nú er Bourne búin og Law and order að byrja, best að glugga aðeins á það, svo þar til næst “hasta la vista baby” 🙂

1 ummæli

  1. setta

    Hæ hæ, Gróa og fjölsk. Nú verðið þið að njóta þess að vera í góðu veðri, því hér er allt hvítt og enn ein lægðin á leiðinni. Alltaf gaman að geta fylgst með ykkur í þessari fínu ferð og skoða myndir. Sjáumst svo hressar á fimmtudaginn. Kveðja Setta.:)