Busch Gardens og myndir

Ferðin í Busch Gardens tókst í alla staði mjög vel, garðurinn mjög skemmtilegur, fullt af dýrum og ýmsu öðru til að skoða og svo lék veðrið við okkur, sól og passlegur hiti 🙂 Enhverjir létu sig hafa það og fóru í rússibana sem eru nokkrir í garðinum en þeir sem við prófuðum eru Kumba og Montu. Heimsóknin í garðinn tók allan daginn og enduðum við á því að fara á Benningans og fá okkur í gogginn. Í dag höfum við sleikt sólina, í morgun fórum við út að ganga eftir gangstíg sem liggur hér fyrir neðan og enduðum svo niður á strönd þar sem Gummi ýtti mömmu í hjólastólnum 😉 Við tékkuðum á hitastiginu á sjónum en hann var frekar kaldur en ekki svo að hægt var að vaða út í hann. Við syntum líka í sundlauginni sem er upphituð og alveg yndisleg og krakkarnir léku sér í boltaleik. Það er yndislegt að vera hér hálfber í hitanum og vita til þess að veðrið heima er bara kuldi og aftur kuldi. En það fer að styttast í ferðinni okkar hér því miður 🙁 Hér á eftir koma myndir sem ég hef lofað að kæmu á síðuna og njótið vel…

Frá hótelinu í Stuart Gummi og Gróa í íbúðinni á Treasure Island

Á ströndinni fyrir framan hótelið Gróa á ströndinni

Sunddrottningar Letilíf

Pabbi, mamma og Gróa Í Busch Gardens

Þorvaldur, Kristján og Gummi Þau gömlu

Í Skyrider, Þorvaldur, Gróa og Kristján Pabbi, mamma, Gummi og Edda

Skrýtnir fuglar Pabbi með einn páfagauk

Páfagaukur að hreinsa eyrun á mömmu Og meira af skrýtnum fuglum

Gummi teiknaður Allir saman í Busch Gardens

2 ummæli

 1. Helga Gunnars

  Hæ, hæ.
  Þetta er frábær staður, veit alveg hvernig þetta er gæti sko vel hugsað mér að vera í ykkar sporum. Ég er viss um að við Jón eyðum tíma þarna í ellinni eða fyrr.
  Bestu kveðjur úr Kóp.
  Helga og co.

 2. Sandra

  Sæl og blessuð kæra fjölskylda

  Flottar myndir og glæsilegt fólk. Gróa mín, þú ert ekkert lítið lík henni mömmu þinni. Vonum að þið hafið það gott.
  Kv. Sandra og Guðjón