Ferðin milli Miami og New York gekk eins og í sögu. Það tók 2 tíma og 15 mínútur að fljúga og flugum við í Boeing 767-300 heljar ferlíki með 7 sætum í hverri röð. Við sátum í miðjunni aftarlega bara rúmgott og þægilegt. Við yfirgáfum skipið um klukkan 7 og við tók landamæratékk og bið eftir töskunum. Það var svo yellow cap sem flutti okkur á flugvöllinn og þar hófst aftur bið eftir að hafa tékkað inn og borgað fyrir að flytja töskurnar okkar 😉 En hér erum við í New York í algjörum skókassa en með gott baðherbergi. Eftir að Go var búið að keyra okkur og aðra farþega um á Manhattan enduðum við á Portland Square Hotel sem er eiginlega við Times Sqare. Í gær skelltum við okkur svo út í kuldann og kíktum á mannlífið á Times Square og fengum okkur eitthvað í gogginn. Við fórum á Famous Dave´s þar sem allir borða eins og svín og voru skammtarnir eftir því og áttum við erfitt með að klára (sjá myndir). Í dag ætlum við svo að ganga eitthvað um Manhattan og sinna viðskiptum og skoða okkur um í kuldanum, vonandi náum við okkur ekki í kvef því við erum ekki alveg með réttan fatnað 🙂
Dagur 10 – Cayman myndir
Jæja kæru lesendur, hér koma myndirnar sem við lofuðum fyrr í dag. Þetta er síðasta færslan héðan frá Jewel of the Seas, næst fáið þið að heyra frá okkur þegar við komum í Stóra Eplið þ.e. New York. New York here we come 😉
Dagur 10 Cayman eyjar
Við sitjum hér í smá verslunarmiðstöð og sníkjum internet af innfæddum, við eigum það inni eftir allar bankainnstæður útrásavíkingana hahaha 😉 Við sváfum yfir okkur í morgun og hröðuðum okkur í leikhúsið á 5. dekki enn við áttum að mæta þar eldsnemma, engin morgunmatur í dag. Eftir að hafa siglt út að höfninni, því við erum í ytri höfninni hér, fundum við okkar skoðanaferð. Við komumst að því að við vorum bara 4 í þessari hjólaferð. Ferðafélagar okkar voru í þvílíkri hjólamúnderingu og komumst við að því að þau höfðu pantað ferðina fyrir nokkrum mánuðum. Samt sem áður vorum við miklu betur á okkur komin heldur en þau en við erum auðvitað í svo góðri æfingu 🙂 Við hjóluðum c.a. 10 km og komum við á skjaldbökubúgarði, í rommsölu og í bænum Hell. We went to Hell and came back. Hell er pínu bær með sérstökum kóralrifi sem er inn í miðju landi. Það var mjög gaman að skoða skjaldbökurnar sem voru allt frá nokkra mánaða upp í 60-70 ára. Við erum búin að rölta um og fara í Del Sol og kaupa nokkra boli en þeir skipta um lit í sól. Við ætlum að setja inn myndir vonandi seinna í dag eða kvöld, so until then…. by