Annar dagur í Atlanta

Þar sem að ekki voru nógu spennandi fyrirlestrar í dag að okkar mati, notuðum við daginn til að kanna nýjar slóðir. Fórum við með Mörtunni í Atlantic Station, Lenox og Buckhead, gengum alveg helling í þessari ferð okkar og var það kærkomið að komast heim í heitt bað og afslöppun.Í ferðinni sáum við ýmislegt skemmtilegt m.a. eldgamlan jólasvein, já jólin eru greinilega að koma í Atlanta. Við fórum líka og áttum smá viðskipti við heimamenn, fórum í gamla herinn (Old Navy) og Markið (Target) svo eitthvað sé nefnt. Við enduðum svo á að borð á Hard Rock, staðgóða og holla máltíð. Morgundagurinn og föstudagurinn fer svo í að fræðast, hitta aðra kennara og það sem er best: að hafa gaman að þessu öllu 😉

20121108-050519.jpg

20121108-050543.jpg

20121108-050601.jpg

20121108-050640.jpg

20121108-050658.jpg

20121108-050728.jpg

20121108-050741.jpg

20121108-050840.jpg

Atlanta

Nú erum við á hótelinu að velja okkur fyrirlestra til að fara á næstu daga og erum við búnar að skrá niður einhverja 7 mismunandi sem okkur finnst spennandi, nóg að gera sem sagt. En við komum með flugi frá Boston upp úr hádeginu eftir svolítið hrist og hoss, smá vindur og uppstreymi kannski leifar af einhverju 😉 Eftir að hafa tékkað okkur inn á þetta annars ágæta hótel fórum við og skráðum okkur og fengum nauðsynleg gögn. Síðan fórum við með MÖRTU, sem er neðanjarðarlestakerfið hér, í mall til að gera smá viðskipti. Á morgun ætlum við að nota til að gera fleiri viðskipti og skoða okkur um. Hér á eftir koma nokkrar myndir svona til gamans 🙂

20121107-040556.jpg

20121107-040615.jpg

20121107-040634.jpg

20121107-040647.jpg

20121107-040705.jpg

20121107-040711.jpg

20121107-040806.jpg

Boston

Jæja nú erum við komnar á hótelið og búnar að fá okkur að borða. Flugferðin gekk bara ágætlega þrátt fyrir smá hristing því við fórum í gegnum leifarnar af Sandy. Það tók svo tímann sinn að komast í gegnum landamæravörsluna og tollinn.

20121106-015834.jpg