Við lögðum ekki af stað frá hótelinu fyrr en rúmlega 10 og komum við hjá Fíu til að skila af okkur geisladisk sem við fengum að láni. Við héldu þaðan niður að strönd og meðfram strandlengjunni að verslunarmiðstöð sem ég ætlaði aðeins að kíkja í. Eftir að hafa stundað smá viðskipti við heimamenn héldum við áfram upp með strödinni eins langt og hægt var áður en við héldum eftir hraðbrautinni til Las Vegas. Víð keyrðum svo í rúma 4 tíma eftir hraðbrautum áður en dýrðin blasti við okkur og þá var klukkan að verða 20. Við fundum svo Travelodge hótelið okkar sem er á miðju Strippinu og í aðal fjörinu. Við komum okkur fyrir og héldum út að ganga aðeins um Strippið og skoða mannlífið. Það er alveg haf af alls kyns fólki, misjafnlega á sig komið og fullt af kynlegum kvistum eins og gengur og gerist. Hér á hótleinu er hins vegar ágætis internet sem við munum nota upp til agna 🙂 Hér á eftir koma myndir sem við tókum á leiðinni og hér í kvöld og mikið var tunglið fallegt sannkallað veiðimannatungl eins og nefnt var hér í fréttum. Við vitum ekkert hvað morgundagurinn ber í skauti sér en við ætlum sannarlega að njóta lífsins hér í Las Vegas 😉
San Diego
Við vöknuðum snemma til að fara í morgnverð. Eftir það reyndum við að heimsækja Fíu og Larry fyrrverandi manninn hennar en hvorugt reyndist vera heima. Við héldum þá á vit ævintýranna og keyrðum niður að Ferry Landing og skelltum okkur í Trolley túr um San Diego. Eftir að hafa beðið um klukkutíma komumst við að lokum með, þetta reyndist vera hinn besti túr sem tók okkur um helstu staðina eins og Old Town, niður að höfn, um Little Italy og auðvitað um Coronado rifið þar sem við byrjuðum ferðina. Við stoppuðum í Old Town sem reyndist hin skemmtilegasti staður og jafnframt fallegur. Við gerðum smá viðskipti við innfædda eins og okkur einum er lagið 😉 Þegar við komum heim á hótelið höfðum við svo samband við Þóri frænda minn og hans fjölskyldu, sem við ætluðum að hitta og gerðum um kvöldið. Áður drifum við okkur til Fíu sem tók á móti okkur hress og kát og mikið var nú gaman að hitta hana. Það var líka gaman að hitta Þóri, Grace og Corey dóttur þeirra. Við fórum því glöð og sæl í háttinn og hlökkum til ferðarinnar til Las Vegas á morgun 🙂
Phoenix – San Diego
Ferðin frá Phoenix til San Diego gekk bara vel, við stoppuðum aðeins á leiðinni sem seinkaði komunni þangað aðeins. Við komum því til San Diego um klukkan 21:00 og fórum á Days Inn við Coronado Avenue. Eftir að hafa hent inn farangrinum kíktum við aðeins til Fíu frænku minnar en sáum að allt var slökkt svo við héldum aftur á hótelið. Við komumst að því að internetið var ekki upp á marga fiska þannig að það varð ekkert af færslum á sîðuna þaðan. Hér á eftir koma nokkrar myndir sem segja meira en nokkur orð.